Kona í nýja Top Gear

Evans (t.v.) hefur staðfest að í það minnsta ein kona …
Evans (t.v.) hefur staðfest að í það minnsta ein kona muni stjórna þáttunum með honum. Ljósmynd/Wikipedia

Sjónvarpsþátturinn Top Gear mun „klárlega, 100 prósent“ skarta kvenkyns þáttastjórnanda við hlið Chris Evans að hans sögn.

Tilkynnt var í gær að Evans kæmi í stað Jeremy Clarkson í sjónvarpsþættinum sem framleiddur er af BBC. Segir Evans að kvenkyns þáttastjórnandinn verði ekki með einfaldlega fyrir sakir kyns síns heldur vegna áhuga hennar á bílum.

Fyrrum fyrirsætan Jodie Kidd og Suzi Perry sem sérhæfir sig í kappakstursfréttum munu þar efst á blaði að því er fram kemur í frétt the Telegraph um málið.

Í viðtali við BBC Radio 5 Live sagðist Evans, sem er einnig meðframleiðandi þáttanna, geta staðfest að kona yrði meðal þáttastjórnenda í hinum nýja og endurbætta Top Gear. „Ég vil hafa fólk sem hefur mikla þekkingu á bílum, það er gríðarlega mikilvægt,“ bætti hann við. „Ég vil fólk sem hefur frábæra orku, fólk sem er orðheppið, fólk sem hefur hlýju, fólk sem er tilbúið og spennt fyrir að gera hlutina öðruvísi.“

Meðþáttastjórnendur Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond hafa staðfest að þeir hyggjast ekki koma aftur að gerð þáttarins þrátt fyrir tilraunir BBC til að halda í þá. Þeir hafa þó óskað Evans góðs gengis en þátturinn mun snúa aftur snemma á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup