Young ekki ánægður með Trump

Donald Trump tilkynnti framboð sitt í gær.
Donald Trump tilkynnti framboð sitt í gær. AFP

Auðkýfingurinn Donald Trump tilkynnti í gær um forsetaframboð sitt þar sem hann sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í forkosningunum. Við kynninguna á framboðinu notaðist hann við lagið Rockin' in the Free World eftir Neil Young til þess að skapa réttu stemninguna. 

Nú hefur tónlistamaðurinn tjáð sig um notkun Trumps á lagi hans. „Donald Trump var ekki búinn að fá leyfi til þess að nota lagið Rockin' in the Free World í kynningunni,“ segir í tilkynningu frá tónlistamanninum.

Hann segist nefnilega styðja annan forsetaframbjóðanda, Bernie Sanders, sem sækist eftir tilnefningu Demókrata. 

Fulltrúar Trumps segja notkunina á laginu vera löglega og að leyfi hafi verið fengið hjá umboðsaðila Youngs. 

Í tímaritinu Rolling Stone kemur hins vegar fram að aðrar reglur gilda um notkun á lögum í pólitískum tilgangi, þá verður að fá tilskilið leyfi frá tónlistamanninum sjálfum.

Neil Young er ekki sáttur með notkun Donalds Trumps á …
Neil Young er ekki sáttur með notkun Donalds Trumps á laginu hans. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir