Young ekki ánægður með Trump

Donald Trump tilkynnti framboð sitt í gær.
Donald Trump tilkynnti framboð sitt í gær. AFP

Auðkýfingurinn Donald Trump tilkynnti í gær um forsetaframboð sitt þar sem hann sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í forkosningunum. Við kynninguna á framboðinu notaðist hann við lagið Rockin' in the Free World eftir Neil Young til þess að skapa réttu stemninguna. 

Nú hefur tónlistamaðurinn tjáð sig um notkun Trumps á lagi hans. „Donald Trump var ekki búinn að fá leyfi til þess að nota lagið Rockin' in the Free World í kynningunni,“ segir í tilkynningu frá tónlistamanninum.

Hann segist nefnilega styðja annan forsetaframbjóðanda, Bernie Sanders, sem sækist eftir tilnefningu Demókrata. 

Fulltrúar Trumps segja notkunina á laginu vera löglega og að leyfi hafi verið fengið hjá umboðsaðila Youngs. 

Í tímaritinu Rolling Stone kemur hins vegar fram að aðrar reglur gilda um notkun á lögum í pólitískum tilgangi, þá verður að fá tilskilið leyfi frá tónlistamanninum sjálfum.

Neil Young er ekki sáttur með notkun Donalds Trumps á …
Neil Young er ekki sáttur með notkun Donalds Trumps á laginu hans. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir