Sjáðu fyrsta tattúið hennar Kendall Jenner

Kendall Jenner fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum.
Kendall Jenner fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum. AFP

Vinabönd eru ekki lengur í tísku, núna eru vinatattú það heitasta ef marka má fyrirsæturnar Kendall Jenner og Hailey Baldwin.

Þær stöllur skelltu sér á húðflúrstofu í New York í fyrradag og fengu sér í tattú. Jenner fékk sér tattú á löngutöng, um agnarsmáan hvítan punkt er að ræða. Baldwin fékk sér bókstafinn „g“ fyrir aftan eyrað sem stendur fyrir „Georgia“.

Jenner og Baldwin eru ekki þær einu sem hafa fengið sér tattú í sameiningu því fyrirsæturnar Cara Delevingne og Jourdan Dunn fengu sér nýverið samskonar húðflúr til að fagna vináttu sinni. Harry Styles og Ed Sheeran gerðu það sömuleiðis.

Kendall Jenner og ljósmyndarinn Joe Termini eru með eins húðflúr.
Kendall Jenner og ljósmyndarinn Joe Termini eru með eins húðflúr.
Hailey Baldwin (t.v.) og Kendall Jenner eru góðar vinkonur.
Hailey Baldwin (t.v.) og Kendall Jenner eru góðar vinkonur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup