Ekki vera of vinalegur á Íslandi

Reddit notendur segja Íslendinga helst vilja halda sig til hlés …
Reddit notendur segja Íslendinga helst vilja halda sig til hlés á almannafæri. mbl.is/Ómar

„Ekki halda að Íslendingar séu ókurteisir, eða ruddalegir í daglegum samskiptum. Við erum bara vanari því að fólk haldi sig til hlés á almannafæri“. Þetta er meðal þess sem íslenskir Reddit notendur hafa að segja um æskilega hegðun ferðamanna í heimsókn hérlendis. Vefurinn Business Insider tók saman hagnýt ráð heimamanna frá hinum ýmsu löndum af samskiptavefnum Reddit.

„Það er ekki vænlegt til vinnings að hefja samtal við okkur að ástæðulausu á opinberum vettvangi, t.d. á söfnum. Að vera spurð „Hæ, hvernig hefurðu það?,“ væri eflaust það skrýtnasta sem við Íslendingar gætum lent í,“ segir annar notandi.

Noregur kemur einnig við sögu í úttektinni. „Ekki spyrja fólk hvernig því líður án þess að vera tilbúinn í djúpar samræður. Við gefum alvöru svör við svona spurningum,“ segir einn notandi.

Óp í Japan og kannabis í Hollandi

Þá er ferðalöngum ráðlagt að halda ró sinni í Japan. „Ekki öskra, æpa eða tala hátt á almannafæri. Þetta gera Japanir aldrei og þú ert álitin(n) villimaður sýnir þú slíka hegðun.“ Væntanlegum gestum í Hollandi er ráðlagt að líta ekki á landið sem fíkniefnaparadís. „Þrátt fyrir að kannabis sé að einhverju leyti löglegt hér þýðir það ekki að þú eigir að reykja það úti um allt, í lestinni eða á heimilum fólks.“

Ferðamönnum í Bretlandi er hins vegar ráðlagt að falla ekki í þá gryfju að vísa alltaf til landsins sem „Englands“. „Stóra-Bretland er samsett af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Þó þú þekkir England kannski best er það ekki eitt á ferð og þeim sem ekki koma þaðan þykir þessi siður sérdeilis leiðinlegur.“

Grein Business Insider má lesa í heild sinni hér.

Bretum utan Englands mislíkar þegar vísað er til alls landsins …
Bretum utan Englands mislíkar þegar vísað er til alls landsins sem „Englands" Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir