Sambandsslitin voru dramatísk

Charlize Theron og Sean Penn talast ekki við.
Charlize Theron og Sean Penn talast ekki við. mbl.is/AFP

Fyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að leikararnir Charlize Theron og Sean Penn væru hætt saman eftir tveggja ára samband. Nýjustu fréttir eru þá þess efnis að sambandsslitin hafi verið mjög dramatísk og Theron neiti að tala við Penn. Vinir þeirra efast um að þau muni nokkurn tímann byrja aftur saman.

Það var Theron sem hætti skyndilega með Penn samkvæmt heimildarmanni tímaritsins Us Weekly. „Hún vill ekki tala við hann. Þetta er alveg búið, hún á erfitt með að fyrirgefa,“ sagði heimildamaðurinn. „Þetta var mjög óstöðugt. Þau eru bæði með sterkan persónuleika og stjórnsöm. Hann er erfiður og sömuleiðis hún.“

Theron og Penn voru góðir vinir í áraraðir áður en þau byrjuðu saman. Sameiginlegum vinum þeirra þykir ólíklegt að þau verði vinir á nýjan leik.

Charlize Theron og Sean Penn hætt saman

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir