Bassaleikari hljómsveitarinnar Yes látinn

Chris Squire, bassaleikari Yes, lést í gær.
Chris Squire, bassaleikari Yes, lést í gær. Mynd/Wikipedia

Bassaleikarinn Chris Squire sem gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Yes lést í gær 67 ára að aldri. Andlát hans bar að aðeins mánuði eftir að hann tilkynnti að hann hefði greinst með hvítblæði.

„Það er með sorg í hjarta að við tilkynnum andlát okkar kæra vinar og hljómsveitarmeðlims, Chris Squire,“ skrifar hljómsveitin á heimasíðu sinni. 

Geoff Dowes, félagi hans úr hljómsveitinni, skrifaði á Twitter-síðu sína í dag: „Ég er alveg niðurbrotinn við að heyra þessar fregnir að minn kæri vinur og uppspretta innblásturs, Chris Squire, sé látinn.“

Í lok maí tilkynnti Squire að hann myndi ekki taka þátt í tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar þar sem hann hafði greinst með hvítblæði. Í ferðalaginu hélt því hljómsveitin sína fyrstu tónleika í sögunni án hans. 

Hljómsveitin var stofnuð árið 1968 og samanstóð upprunalega af Jon Anderson, Bill Bruford, Peter Banks, Tony Kaye og Chris Squire. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og nokkrir meðlimanna hafa hætt og aðrir tekið við. Squire er sá eini sem hefur spilað á öllum plötum sveitarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson