Bassaleikari hljómsveitarinnar Yes látinn

Chris Squire, bassaleikari Yes, lést í gær.
Chris Squire, bassaleikari Yes, lést í gær. Mynd/Wikipedia

Bassa­leik­ar­inn Chris Squire sem gerði garðinn fræg­an í hljóm­sveit­inni Yes lést í gær 67 ára að aldri. And­lát hans bar að aðeins mánuði eft­ir að hann til­kynnti að hann hefði greinst með hvít­blæði.

„Það er með sorg í hjarta að við til­kynn­um and­lát okk­ar kæra vin­ar og hljóm­sveit­armeðlims, Chris Squire,“ skrif­ar hljóm­sveit­in á heimasíðu sinni. 

Geoff Dowes, fé­lagi hans úr hljóm­sveit­inni, skrifaði á Twitter-síðu sína í dag: „Ég er al­veg niður­brot­inn við að heyra þess­ar fregn­ir að minn kæri vin­ur og upp­spretta inn­blást­urs, Chris Squire, sé lát­inn.“

Í lok maí til­kynnti Squire að hann myndi ekki taka þátt í tón­leika­ferðalagi hljóm­sveit­ar­inn­ar þar sem hann hafði greinst með hvít­blæði. Í ferðalag­inu hélt því hljóm­sveit­in sína fyrstu tón­leika í sög­unni án hans. 

Hljóm­sveit­in var stofnuð árið 1968 og sam­an­stóð upp­runa­lega af Jon And­er­son, Bill Bru­ford, Peter Banks, Tony Kaye og Chris Squire. Frá þeim tíma hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar og nokkr­ir meðlimanna hafa hætt og aðrir tekið við. Squire er sá eini sem hef­ur spilað á öll­um plöt­um sveit­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka