„Forrest Gump í þúsundasta skipti“

Netverjar vildu ekki sjá Gump eina ferðina enn.
Netverjar vildu ekki sjá Gump eina ferðina enn. Ljósmynd/Wikipedia

Ákvörðun stjórnenda Stöðvar 2 um að hætta við sýningu gamanmyndarinnar Wedding Crashers í gærkvöldi og sýna í staðinn óskarsverðlaunamyndina Forrest Gump lagðist sérdeilis illa í áhorfendur, ef marka má athugasemdir á facebooksíðu stöðvarinnar.

Í færslu á síðunni er útskýrt að fyrrnefnda myndin hafi verið sýnd á Ríkissjónvarpinu kvöldið áður og þ.a.l. talið rétt að skipta henni út fyrir Gump. Á tíunda tug netverja hefur nú skrifað athugasemd við færsluna og er almennt þungt hljóð í þeim. 

Þeir Vince Vaughn og Owen Wilson fara með aðalhlutverkin í …
Þeir Vince Vaughn og Owen Wilson fara með aðalhlutverkin í Wedding Crashers. Ljósmynd/Wikipedia

Þannig hóta fjölmargir að segja upp áskrift sinni, segja myndina gamla og hún hafi verið sýnd alltof oft. „Forrest er orðinn þreyttur á hlaupunum ... Hvílum kappann aðeins ... Ekki langt síðan hann var síðast,“ segir í einni færslu. 

Sumir slá þó á léttari strengi. „Ættuð að setja á stokk sér rás sem sýnir bara Forest Gump. Snilldar ræma sem á alltaf við,“ segir einn, en ekki eru þó allir sammála um að hér sé snilldarræma á ferð. Þannig segja nokkrir hana leiðinlega. „Er ekki allt í lagi hjá dagskrárstjóra st.2 ... margbúið að sýna þessa hundleiðinlegu mynd.“

Vegna mistaka þá ætlum við að breyta áður auglýstri dagskrá þar sem mynd kvöldsins var á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Við ...

Posted by Stöð 2 on Saturday, June 27, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir