Palin: „Óléttan var plönuð!“

Bristol Palin ásamt syni sínum Tripp.
Bristol Palin ásamt syni sínum Tripp. Instagram

Bristol Pal­in, dótt­ir fyrr­ver­andi vara­for­setafram­bjóðanda í Banda­ríkj­un­um Söru Pal­in, hef­ur svarað þeim sem gerðu grín af henni í kjöl­far ný­legs viðtals þar sem hún kallaði ólétt­una sína „mik­il von­brigði.“

Pal­in er 24 ára ein­stæð móðir og lýsti í viðtal­inu þeim erfiðleik­um sem hún hafði gengið í gegn­um. Marg­ir gerðu einnig grín að henni þar sem hún hef­ur lengi verið talsmaður skír­líf­is fram að gift­ingu.

„Hér eru nokkr­ir hlut­ir sem ég vil að þið vitið áður en þið haldið áfram að gera grín að mér, dæma mig og tala um mig,“ skrifaði hún á bloggsíðu sína í dag.

Sjá frétt mbl.is: Kallaði ólétt­una „mik­il von­brigði“

„Eng­inn er full­kom­inn. Ég gerði mis­tök en mis­tök­in eru ekki þau sem all­ir halda að þau séu. Ólétt­an var plönuð,“ seg­ir Pal­in sem átti barnið mánuði eft­ir að hún hætti við fyr­ir­hugað brúðkaup sitt með kær­asta sín­um Dakota Mayer.

Mayer hef­ur sjálf­ur ekki tjáð sig um ný­af­staðinn fjöl­miðlastorm.

„Ég hélt að sam­band okk­ar væri á leið í þessa átt, og ég fór fram úr sjálfri mér. Hlut­ir fór ekki eins og ég ætlaði mér en lífið held­ur áfram. Ég sé ekki eft­ir því að hafa átt þetta barn. Barnið er svo sann­ar­lega eng­in von­brigði og ég get ekki beðið eft­ir að fá að eign­ast annað. Tripp (son­ur henn­ar innsk. blm.) á eft­ir að verða flott­ur stóri bróðir.“

Hún seg­ist að lok­um í blogg­inu aldrei hafa íhugað fóst­ur­eyðingu. Seg­ist hún vera sterk­lega and­snúna fóst­ur­eyðing­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell