„Sorgmæddur og miður sín“

Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu.
Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu. BBC

Jeremy Clarkson segist vera „sorgmæddur og miður sín að hlutirnir skyldu enda svona“ eftir að síðasti þáttur Top Gear, þar sem hann var enn stjórnandi, var sýndur í gær.

Þátturinn var tekinn var upp á meðan Clarkson stjórnaði Top Gear ásamt félögum sínum James May og Rich­ard Hammond, en eins og fjallað hefur verið um var Clarkson vikið úr starfi á BBC eftir að hafa slegið fram­leiðanda þátt­anna eft­ir rifr­ildi. 

Þátturinn er einnig sá síðasti sem May og Hammond stjórna, en þeir hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki snúa til baka en taka frek­ar þátt í öðru efni með fyrr­ver­andi fé­laga sín­um.

Ásamt myndefninu sem tekið hafði verið upp fyrir þáttinn komu May og Hammond fram í myndveri og buðu sjónvarpsáhorfendur velkomna í „það sem eftir er af Top Gear“. Ólíkt því sem venjulega var, þegar myndverið var fullt af áhorfendum og Clarkson var þar með þeim, voru þeir aðeins tveir í settinu. 

Með þeim í myndverinu var þó „fíllinn í herberginu“ - stór plastfíll sem þeir kölluðu Jeremy. Það er því ljóst að félagarnir hafa verið tilbúnir að slá á létta strengi, þrátt fyrir tilfinningaþrungið andrúmsloft.

Fyrr­ver­andi sjón­varps­stjarn­an og út­varps­maður­inn Chris Evans hef­ur verið ráðinn þátta­stjórn­andi í Top Gear. Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára en ekki hef­ur verið gefið út hverj­ir muni stjórna þætt­in­um með hon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir