Peningar óþarfir á Pólar festival

Pólar Festival á Stöðvarfirði.
Pólar Festival á Stöðvarfirði. Ljósmynd/Gígja Björnsson

Pólar festival er samvinnuhátíð sem haldin verður dagana 7.-12. júlí á Stöðvarfirði. Lögð er áhersla á að þeir sem komi á hátíðina séu virkir þátttakendur og leggi sitt að mörkum. „Fólk á að koma og hjálpa til við að safna í matinn og annað,“ segir Viktor Pétur Hannesson einn af skipuleggjendunum. Pólar byggir á hugmynd um hæfileikasamfélagið þar sem að peningar spila eins lítið hlutverk og mögulegt er. 

Pólar festival er í raun viðbót við hátíðina Maður er manns gaman sem hefur verið haldin á Stöðvarfirði í nokkur ár. Markmiðið er að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. „Fólk vildi gera eitthvað skemmtilegt yfir sumarið en það voru kannski ekki til nægir peningar og þannig varð hátíðin til,“ segir Viktor.

Sjálfbærni og umhverfismeðvitund

Á hátíðinni er fjallað um sjálfbærni og hvað umhverfismeðvitund þýðir í raun. „Við erum að framkvæma þessi hugtök í verki,“ segir Viktor. Notaðar eru matvörur af svæðinu og geta gestir hátíðarinnar farið út á veiðar. Þá er einnig verið að safna mat sem er á síðasta söludegi eða hefur verið tekinn af markaði.

Nú hafa um 50 manns skráð sig á hátíðina og á henni er fjölbreytt dagskrá, hin ýmsu námskeið, matargerð, morgunjóga, hljómsveitir, bryggjuball og sýningar. Þá getur fólk getur skráð sig í alls kyns smiðjur.

Hjarta Pólar 2015

Umhverfing er smiðja um skapandi úrvinnslu á matvælum sem ýmist færu til spillis eða koma úr nærumhverfi Stöðvarfjarðar. Einnig er haldið námskeið um það hvort skynjun hvala á tíma og rými tengist heyrn þeirra á einhvern hátt. Hjartað er svo námskeið þar sem snýst um að skapa hjarta Pólar 2015. Stefnan er sett á að byggja aðstöðu þar sem þátttakendur hátíðarinnar geta komið saman, slakað á og eldað.

Fólk þarf ekki að skrá sig fyrirfram heldur er nóg að mæta á Stöðvarfjörð. Það kostar ekkert inn á hátíðina og geta gestir tjaldað á tjaldsvæði bæjarins.

Hér má sjá heimasíðu Pólar festival

Hér má sjá Facebook síðu hátíðarinnar

Hér má sjá Facebook viðburð hátíðarinnar

Blíðviðri á Pólar Festival.
Blíðviðri á Pólar Festival. Ljósmynd/Gígja Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan