Dunkin´Donuts fer ekki framhjá neinum

Rúður staðarins eru þaktar skærbleikri filmu.
Rúður staðarins eru þaktar skærbleikri filmu. Ljósmynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Það fer varla framhjá neinum sem gengur niður Laugaveginn að kleinuhringjastaðurinn Dunkin‘ Donuts verði nú opnaður á Laugavegi 3. Búið er að klæða gluggana með skærbleikri filmu merktri staðnum. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir staðir verið til húsa á Laugavegi 3 en nú síðast var þar veitingastaðurinn Buddha Café. 

Gerður var samningur sem gerði ráð fyrir opnun 16 Dunkin‘ Donuts-veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, flestir þeirra verða staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Dunkin‘ Donuts var stofnað árið 1950. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína.

Áætlað er að opna staðinn í lok júlí eða byrjun ágúst.

Frétt mbl.is - Fyrsti Dunkin' Donuts á Laugavegi 3

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan