Dunkin´Donuts fer ekki framhjá neinum

Rúður staðarins eru þaktar skærbleikri filmu.
Rúður staðarins eru þaktar skærbleikri filmu. Ljósmynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Það fer varla framhjá neinum sem gengur niður Laugaveginn að kleinuhringjastaðurinn Dunkin‘ Donuts verði nú opnaður á Laugavegi 3. Búið er að klæða gluggana með skærbleikri filmu merktri staðnum. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir staðir verið til húsa á Laugavegi 3 en nú síðast var þar veitingastaðurinn Buddha Café. 

Gerður var samningur sem gerði ráð fyrir opnun 16 Dunkin‘ Donuts-veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, flestir þeirra verða staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Dunkin‘ Donuts var stofnað árið 1950. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína.

Áætlað er að opna staðinn í lok júlí eða byrjun ágúst.

Frétt mbl.is - Fyrsti Dunkin' Donuts á Laugavegi 3

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir