Tómas Lemarquis í nýjustu X-Men myndinni

Tómas Lemarquis leikur í nýjustu X-Men myndinni.
Tómas Lemarquis leikur í nýjustu X-Men myndinni. AFP

Leikarinn Tómas Lemarquis hefur nú nýlokið tökum á myndinni X-Men: Apocalypse. Tökurnar fóru fram í Montreal og fer Tómas með hlutverk Caliban.

„Það var alveg æðislegt að vinna með leikstjóranum Bryan Singer,“ segir Tómas. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en þetta er stærsta verkefni Tómasar hingað til. Þá er þetta einnig fyrsta 3D verkefni Tómasar og segir hann það hafa verið skemmtilega upplifun. Myndin kemur í kvikmyndahús í maí 2016.

Aðspurður hvort hann hyggi á frekari verkefni í Hollywood segir Tómas að það sé vissulega spennandi. „Aldrei að vita hvort það komi fleiri X-Men myndir, þetta eru ein af mestu mjólkurkúm Hollywood.“

Tómas er nú staddur í sumarfríi á Íslandi. „Ég ætla að njóta birtunnar, fara út á land og kannski fara í nokkrar fjallaferðir sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn.“

Áður en Tómas hélt af stað til Montreal sýndi hann á myndlistasýningunni Doma Art Festival í Búlgaríu ásamt tíu öðrum Íslendingum. Þá var hann einnig að leika í myndlistabíómynd í Tyrklandi sem sýnd verður í Istanbúl. Myndin var tekin austast í Tyrklandi við landamæri Sýrlands og Írans. Hann segir svæðið sem hann hafi verið á hættulaust. „Þetta var alveg ótrúlega fallegt og mikið ævintýri að taka þarna upp.

Samkvæmt Wikipedia er Caliban stökkbrigði sem hefur þann hæfileika að geta skynjað önnur stökkbrigði og numið staðsetningu þeirra. Þá getur hann einnig beislað tilfinningar annarra til að auka eigin styrk. Í teiknimyndasögunum hefur hann bæði tilheyrt X-mönnunum og verið einn Reiðmanna Heimsenda (e. Horsemen of Apocalypse).

IMDB - síða Tómasar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir