Tengir við fíknina

Anna með plakati kvikmyndarinnar.
Anna með plakati kvikmyndarinnar. Ljósmynd/ Kvikmyndin Webcam

Heimur þeirra sem fækka fötum fyrir fé er flestum frekar fjarlægur en leikkonan Anna Hafþórsdóttir þurfti að kynna sér hann sérstaklega fyrir kvikmyndina Webcam sem frumsýnd er á morgun, þriðjudag.

„Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, skoðaði þennan heim og komst að því að hann er mjög stór þrátt fyrir að ég hafi ekki vitað að hann væri til. Það eru allskonar stelpur að gera allskonar hluti og það eru miklir peningar í þessu fyrir þær sem eru virkastar og með aðdáendagrunn. Það eru menn sem koma aftur og aftur og stundum er eins og þeir verði ástfangnir af þeim,“ segir Anna og bætir hugsi við „Þetta er mjög skrítinn heimur.“

Anna fer með aðalhlutverkið í Webcam sem segir frá menntaskólanemanum Rósalind. Sú kynnist strák með gægjuhneigð og fer í kjölfarið að fækka fötum í beinni útsendingu.

„Hún er alltaf að leita að einhverju til að fylla upp í eitthvað tóm, svo finnur hún einhvern veginn köllun sína í að fækka fötum fyrir aðra og byrjar að gera það á internetinu. Hún hefur alltaf leitað að einhverri viðurkenningu og það er það sem hún fær út úr því að vera cam-stelpa þar sem hún er dáð af þúsundum um allan heim,“ segir Anna um Rósalind. 

Anna fer með hlutverk Rósalindar sem gerist cam-stúlka.
Anna fer með hlutverk Rósalindar sem gerist cam-stúlka.

 Veruleiki Önnu og Rósalindar er heldur ólíkur en Anna segist fljótt hafa getað tengt upplifanir persónunnar við eigin reynsluheimi. 

„Sjálf hef ég dílað við fíkn þar sem ég er óvirkur alkóhólisti og mér finnst þessi karakter vera ástar- og kynlífsfíkill. Ég tengdi við þetta fíkni-element í henni, að vera alltaf að reyna að fylla upp í eitthvað tóm, leita að einhverju til að deyfa erfiðar tilfinningar og sækjast eftir viðurkenningu frá öðrum - vera svolítið týnd í sjálfri sér.“

Krefjandi en tæknilegar kynlífssenur

Kvikmyndin er svokölluð indie-mynd og er gerð fyrir afar lítinn pening á stuttum tíma. Anna kveðst þó þakklát leikstjóranum og handritshöfundinum, Sigurði Antoni Friðþjófsyni, fyrir að hafa tekið góðan tíma í æfingar þar sem hlutverkið feli í sér sendur sem krefjast mikillar nándar. 

„Það eru senur þar sem ég er fáklædd og er að tala í vefmyndavélina en það sem var enn meira krefjandi eru kynlífssenur þar sem ég þarf að vera náin með öðru fólki og hreinlega nakin,“ segir Anna en hún kveður Sigurð hafa komist mjög fagmannlega frá verkinu. 

„Þetta var mjög vel „choreograph-að“ og æft. Maður vissi nákvæmlega hvað var að fara að gerast og svo var maður bara svolítið tæknilegur,“ heldur hún áfram og hlær. „Svo sný ég mér hér, svo sný ég mér svona - ég var bara í karakter og gleymdi mér í þessu.“

Gunnar Helgason leikur föður Rósalindar í kvikmyndinni.
Gunnar Helgason leikur föður Rósalindar í kvikmyndinni. Ljósmynd/Kvikmyndin Webcam

Kannski er það einmitt þess vegna sem Anna hefur ekki miklar áhyggjur af viðbrögðum fjölskyldumeðlima við senunum en hún segist hafa boðið þeim öllum á frumsýninguna á morgun. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt fyrir þau og ég skil það vel, það eru allavega svona tvær þrjár senur sem verða mjög óþægilegar fyrir fjölskylduna mína. En þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í bíómynd svo auðvitað vilja þau koma og sjá hana.“

Bitastæð kvenhlutverk eru ekki á hverju strái í íslenskum kvikmyndum þar sem aðalpersónur eru oftar en ekki hvítir karlar í krísu og segir Anna að því hafi hún verið fljót að þekkjast boð Sigurðar um hlutverk Rósalindar.

„Tvö aðalhlutverkanna eru kvenhlutverk, sterkir kvenkarakterar, og mér fannst það mjög töff. Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta að mér. Kvikmyndir sem eru lagðar útfrá konum sér maður ekki oft.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup