Sleppa við þrjúhundruð milljónir

Pharrell Williams og Robin Thicke.
Pharrell Williams og Robin Thicke. AFP

Þeir Pharrell Williams og Robin Thicke náðu að lækka skuld sem þeir voru dæmdir til að greiða fjölskyldu tónlistarmannsins Marvin Gayes vegna lagsins Blurred Lines um tæpa þrjúhundruð milljónir íslenskra króna.

Dómarinn John A Kronstadt úrskurðaði að skuldin skyldi lækkuð en í staðinn ætti fjölskylda Gayes rétt á helming af öllum tekjum sem lagið aflar í framtíðinni. Þá hafnaði hann kröfu Williams og Thicke um að taka málið upp að nýju og einnig beiðni fjölskyldu Gayes um að lögbann yrði sett á lagið.

Það var niðurstaða kviðdómenda í mars síðastliðnum að lagið Blurred Lines væri of líkt lagi Marvin Gayes, Got To Give It Up sem sló í gegn árið 1977.

Lagið Blurred Lines var stærsti smellur ársins 2013 og skaut Robin Thicke upp á stjörnuhiminn. Pharrell Williams sagði við flutning málsins að lagið væri ekki stolið, honum hafi einungis langað að skapa sömu stemmningu og er í laginu Got To Give It Up. 

Frétt Sky News um málið 

Hér að neðan má heyra lögin tvö, finns þér þau lík?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka