Obama í viðtali hjá Daily Show

Barack Obama mætir sem gestur í gamanþáttinn Daily Show.
Barack Obama mætir sem gestur í gamanþáttinn Daily Show. AFP

Tilkynnt hefur verið að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, verði einn af síðustu gestum Jons Stewarts í gamanþættinum Daily Show. Stewart hyggst hætta sem þáttastjórnandi þann sjötta ágúst. Obama mun koma fram í þættinum annað kvöld.

Obama hefur verið gestur í mörgum spjallþáttum og er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem mætt hefur í gamanþætti sem þennan. Hann var einn af síðustu gestum Davids Lettermans í Late Show og hefur áður mætt sem gestur í The Tonight Show, Jimme Kimmel Live og The Colbert Report.

Samkvæmt vefnum Contactmusic hefur Stewart verið þáttastjórnandi Daily Show í sextán ár en í ágúst mun Trevor Noah, grínisti frá Suður-Afríku, taka við keflinu. Noah kom fram í The Tonight Show með Jimmy Fallon og sagði að Stewart hafi gefið sér mörg góð ráð varðandi þáttinn, það mikilvægasta væri þó að hafa gaman af þessu.

Jon Stewart hættir í ágúst sem þáttastjórnandi Daily Show.
Jon Stewart hættir í ágúst sem þáttastjórnandi Daily Show.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir