Leikarinn og fjöllistamaðurinn Shia LaBeouf lenti í svakalegu rifrildi við kærustu sína Miu Goth í Þýskalandi á föstudag. Rifrildinu lauk þegar LaBeouf gekk í burtu, en hann sagði við fólk sem ók honum á brott að hann hefði drepið Goth hefði hann verið um kyrrt.
Entertainment Tonight hefur birt myndbandsupptöku af rifrildinu, þar sem LaBeouf og Goth sjást öskra á hvort annað við leigubíl nærri hóteli. Á myndbandinu heyrist leikarinn hóta því að beita Goth ofbeldi.
„Ég vill ekki snerta þig. Ég vill ekki vera ógnandi. Þetta er svona kjaftæði (e. shit) sem gerir mann ofbeldisfullan,“ segir hann við Goth.
LaBeouf gengur af vettvangi og mætir ókunnugu fólki sem býðst til að skutla honum út á flugvöll. Hann fer inn í bílinn en hinn 22 ára Goth tekur bakpokann hans og biðlar til hans um að fara ekki. LaBeouf heimtar hins vegar bakpokann sinn.
Fyrir greiðann fékk fólkið í bílnum heimboð frá leikaranum.
LaBeouf og Goth kynntust við tökur á Nymphomaniac árið 2012. Síðastliðin tvö ár hafa verið leikaranum erfið en hann hefur sagst hafa gengið í gegnum tilvistarkreppu.