Segir neysluna ekki hafa skaðað sig

Keith Richards segir neysluna ekki hafa skaðað sig.
Keith Richards segir neysluna ekki hafa skaðað sig. AFP

Keith Richards, gítarleikari hljómsveitarinnar The Rolling Stones, hefur sannað að það getur reynst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Hann viðurkenndi í nýlegu viðtali við blaðið Mojo að hann reykir enn iðulega eina jónu á morgnana.  

„Eitt af því fallegasta við landakort af Ameríku er að sjá grænu svæðin þar sem að kannabis er löglegt. Hvort það er gott til frambúðar að lögleiða kannabis er ég þó ekki viss um.“

Richards hefur talað mikið um eiturlyfjaneyslu sína opinberlega og sagði í nýlegu viðtali að hann teldi að sína neysla hafi ekki skaðað heilsuna. Hann hefur oft verið viðfangsefni blaðamanna og furða margir sig á því hvernig standi á því að hann sé enn á lífi.

Gítarleikarinn er hættur að nota heróín og kókaín. Í viðtali við Mens Journal sagði hann: „Trúðu mér, ég hef drukkið mun meira af áfengi en áfengið hefur náð af mér og mér líður eins með eiturlyfin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka