Upp úr sauð í minningarathöfn um Bobbi

Bobbi Kristina Brown.
Bobbi Kristina Brown. AFP

Upp úr sauð í minningarathöfn um Bobbi Kristinu Brown í borginni Alpharetta í Bandaríkjunum í dag þegar til deilna kom á milli mágkonu Whitney Houston og frænku Bobbi.

Strunsaði frænkan, Leolah Brown, sem er systir Bobby Brown, út.

Það hefur lengi andað köldu á milli ættingja. 

Bobbi, sem er einkadóttir Bobby Brown og söngkonunnar heitinnar Whitney Houston, lét lífið síðasta sunnudag eftir að hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í Atlanta í Georgíu þann 31. janúar síðastliðinn. Hún var aðeins 22 ára gömul. Hún var í dái í rúmt hálft ár.

Bobbi verður jörðuð við hlið móður sinn­ar í West­field kirkju­g­arðinum í New Jers­ey.

Leolah Brown ræddi við fjölmiðla fyrir utan kirkjuna og sagði að athöfnin hefði gengið „yndislega“ þar til Pat Houston, sem er mágkona Whitney Houston, hóf mál sitt. „Ég kunni ekki við það, þannig að ég fór. Ég sagði henni að Whitney myndi ásækja hana frá gröfinni.“

Hún bætti við að deilunum væri ekki lokið - þvert á móti. „Þær eru rétt að byrja.“

Minningarathöfnin, sem var lokuð fjölmiðlum, stóð yfir í tvo klukkutíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir