Björk aflýsir tónleikum út árið

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir

Björk Guðmunds­dótt­ir hef­ur til­kynnt að hún hafi ákveðið að af­lýsa tón­leika­haldi næstu mánuði, þar á meðal tón­leik­um á Ice­land Airwaves í byrj­un nóv­em­ber. Jafn­framt af­lýs­ir hún tón­leik­um í Saint-Malo í Frakklandi 15. ág­úst og á Pitch­fork-tón­list­ar­hátíðinni í Par­ís 30. októ­ber.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að vegna óviðráðan­legra skipu­lags­árekstra geti Björk ekki komið fram á tón­leik­um sem til stóð að hún stæði fyr­ir í sum­ar og haust. Björk hafi verið mjög spennt og hlakkað til tón­leik­anna. Nýj­ar dag­setn­ing­ar fyr­ir tón­leik­ana verða kynnt­ar um leið og hægt er. 

„Skipu­leggj­end­um Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðar­inn­ar þykir leitt að til­kynna að fyr­ir­huguðum tón­leik­um Bjark­ar, sem fara áttu fram í Hörpu dag­ana 4. nóv­em­ber og 7. nóv­em­ber, hef­ur verið af­lýst. Björk hef­ur jafn­framt vegna óviðráðan­legra or­saka af­lýst öll­um tón­leik­um frá 15. ág­úst út árið.

Miðar sem keypt­ir voru á tón­leik­ana 4. nóv­em­ber verða end­ur­greidd­ir á næstu dög­um. Miðar sem keypt­ir voru með greiðslu­kort­um verða end­ur­greidd­ir sjálf­krafa en aðrir miðahaf­ar á tón­leik­ana 4. nóv­em­ber verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.

„Við þurf­um því miður, vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, að af­lýsa öll­um tón­leik­um Bjark­ar sem höfðu verið skipu­lagðir út árið. Björk var full til­hlökk­un­ar að koma fram á þess­um stöðum og því eru það mik­il von­brigði að þurfa að af­lýsa tón­leik­un­um. Við von­um að fólk sýni þessu skiln­ing.“

Sjá nán­ar hér

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmunds­dótt­ir mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir