Keith Richards skýtur á Bítlana

Breski rokkarinn Keith Richards.
Breski rokkarinn Keith Richards. EPA

Hálfri öld eftir að hin fræga samkeppni Bítlanna og Rolling Stones náði hámarki, er enn ekki víst að hún sé á enda. Keith Richards gítarleikari Rolling Stones segir í nýju viðtali að plata Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, hafi verið hrærigrautur af rusli.

Í viðtalinu, sem birtist í nýjasta tölublaði Esquire, segir hann að Bítlarnir hafi hljómað frábærlega þegar þeir héldu sig við „upprunalega hljóminn“ en hafi villst af leið við gerð umræddrar plötu.

„Sumir halda að þetta sé snilldarplata, en mér finnst þetta vera nokkurs konar hrærigrautur af rusli,“ segir Richards og líkir plötunni við plötu Stones, Their Satanic Majesties Request, sem kom út stuttu á eftir Sgt. Pepper's. Richards hefur áður sagt að sú plata sé það sem hann er minnst stoltur af á ferli sínum.

Sgt. Pepper's kom út árið 1967 og er þekkt fyrir að einkennast af tilraunastarfsemi undir áhrifum hvaðanæva að, þar á meðal frá Indlandi, eftir að bítillinn George Harrison hafði ferðast þar í landi og hrifist af heimspeki hindúisma.

Auk titillagsins má meðal annars finna á lagalista plötunnar lögin „With a Little Help from My Friends“, „Lucy in the Sky with Diamonds“, „Within You Without You“, „When I'm Sixty-Four“ og „A Day in the Life“.

Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band er ein frægasta plata …
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band er ein frægasta plata allra tíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir