Ofríki óaðlaðandi leiðtoga ólíðandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þungt hugsi á þingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þungt hugsi á þingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Of lengi hafa borgarar heimsins þurft að þjást undan ofríki óaðlaðandi leiðtoga. Sumir segja að svona séu hlutirnir bara: óaðlaðandi fólk heldur dauðahaldi um vogarstangir valdsins og grip þeirra verður aldrei leyst. Við segjum: Ekki með þessu viðhorfi.“

Svona lýsa skaparar vefsíðunnar HottestHeadsofState.com ástæðunni fyrir því að þeir tóku að sér það umfangsmikla verkefni að raða 199 þjóhöfðingjum á lista eftir því hversu kynþokkafullir þeir eru. Með listanum segjast þeir vonast til að vekja athygli kjósenda á vandanum og hvetja til þess að almenningur brjótist undan ofríki ljótu leiðtoganna „og fremji valdarán eða eitthvað.“

Miðað við listann eru Íslendingar meðal þeirra þjóða sem þurfa að veita útlitinu meiri athygli því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, situr þar í 169. sæti.

Efst á lista trónir Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, konungur Bútan, Enrique Peña Nieto forseti Mexíkó fylgir þar fast á eftir og í þriðja sæti er Felipe VI Spánarkonungur. Efsta konan á blaði er Cristina Fernández de Kirchner forseti Argentínu sem vermir fjórða sætið. Forseti Bandaríkjanna Barack Obama sem annars þykir sérlega sjarmerandi verður að láta sér nægja 13. sætið og Vladimir Putin forseti Rússlands situr í 32. sæti eða heilu 21 sæti neðar en forsætisráðherra landsins dimitri Medvedev.

Raunar er jafnvel Kaj Leo Johannesen, forsætisráðherra Færeyja, ofar á lista en Putin en hann vermir 31. sætið þrátt fyrir að Færeyjar séu augljóslega ekki alvöru staður, eins og höfundar listans orða það.

Eins og áður segir er Sigmundur Davíð í 169. sæti listans og því neðar en allir fyrrnefndir aðilar. Aðrir sem skjóta honum ref fyrir rass eru t.a.m. Elísabet Bretadrottning í 87. sæti. og Frans páfi í 125. sæti. Þrjátíu þjóðarleiðtogar þurfa þó að sætta sig við að vera minna aðlaðandi en Sigmundur í huga höfunda listans og er það leiðtogi Norður-Kóreu Kim Jong-un sem rekur lestina í 199. sæti. 

Hér má sjá listann í heild sinni.

Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, konungur Bútan þykir þjóðarleiðtoga sætastur.
Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, konungur Bútan þykir þjóðarleiðtoga sætastur. Ljósmynd/ Wikipedia Creative Commons
Kim Jong-Un er í neðsta sæti listans af 199 þjóðarleiðtogum.
Kim Jong-Un er í neðsta sæti listans af 199 þjóðarleiðtogum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup