Hvernig hús fæst fyrir 40 milljónir

Puebla í Mexíkó
Puebla í Mexíkó

Nýlegt einbýlishús í Dóminíska lýðveldinu, stúdíóíbúð í Vancouver, 90 fermetra íbúð í slæmu hverfi í Boston, þriggja hæða 90 fermetra raðhús í Kyoto eða risa einbýlishús er það húsnæði sem hægt er að fá fyrir um 40 milljónir víðs vegar um heiminn.

Lögmálið um framboð og eftirspurn og staða efnahagsmála endurspeglast mjög vel í því hvernig húsnæði er verðlagt víða um heiminn, en einn notandi á samfélagsmiðlinum Reddit setti fram spurninguna hvernig 300 þúsund dala hús liti út þar sem aðrir notendur væru búsettir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og notendur sendu inn fjölmörg dæmi sem náðu allt frá lóð með húsi sem þurfti að rífa upp í einbýlishús í hverfi með öryggisgæslu. Mbl.is skoðaði aðeins þá möguleika sem voru í boði og fylgja þeir hér að neðan.

Í Puebla í Mexíkó er hægt að kaupa stórt 500 fermetra einbýlishús í hverfi með öryggisgæslu fyrir þessa upphæð. Í húsinu eru 3 svefnherbergi og fjögur baðherbergi og þá er útsýni yfir borgina frá húsinu. 

Einn notandinn segir svipað sé upp á teningnum í vesturhluta Arkansas fylkis, en þar sé hægt að fá 5 svefnherbergja og 4 baðherberja einbýlishús með stórri sundlaug fyrir þessa upphæð.

Í Munchen í Þýskalandi er staðan nokkuð öðruvísi, en einn notandi segir að þar sé mögulega hægt að finna 32 fermetra stúdíóíbúð í slæmu hverfi fyrir þessa upphæð. Endar hann póstinn á að segja „gefðu upp vonum að eiga fyrir húsi eða góðri íbúð.“

Hong Kong er þekkt fyrir að vera mjög þéttbýl borg þar sem mikil eftirspurn er eftir íbúðum og verðið þar er nokkuð hátt. Þannig er hægt að fá 29 fermetra íbúð í útjaðri borgarinnar. Í auglýsingu fyrir íbúðina má sjá að hún er heldur ekki sú mest aðlagandi og er svefnherbergið einstaklega lítið.

Fyrir 40 milljónir er hægt að fá ansi huggulegar 90 fermetra, fjögurra herbergja íbúðir á þremur hæðum í Kyoto í Japan, en miðað við myndir frá fasteignasölu þar í landi er ljóst að Japanir eru meistarar í að nýta pláss íbúða eins og best er á kosið.

Fyrri íbúðin í Kyoto í Japan. Einstaklega skipulagðar og nýlegar …
Fyrri íbúðin í Kyoto í Japan. Einstaklega skipulagðar og nýlegar íbúðir.
Eins og sést á gólfplaninu er þetta nokkuð áhugaverð uppsetning.
Eins og sést á gólfplaninu er þetta nokkuð áhugaverð uppsetning.

Detroit í Bandaríkjunum hefur undanfarin ár farið í gegnum miklar efnahagshremmingar og er íbúðaverð þar mjög lágt í samræmi við aðrar bandarískar stórborgir. Þar er hægt að fá þetta 350 fermetra einbýlishús frá árinu 1912 fyrir rétt yfir 40 milljónir.

Einbýlishús í Detroit.
Einbýlishús í Detroit.



Einn íbúi í Stokkhólmi í Svíþjóð segir að þar sé hægt að fá um 20-30 fermetra herbergi fyrir 40 milljónir, en að ef fólk fari í minni bæi eða borgir sé hægt að tvöfalda stærðina og úti á landi sé hægt að fá einbýlishús fyrir þessa upphæð.

Íbúðaverð í Tælandi getur verið nokkuð lægra en við þekkjum hér á landi og þar er hægt að fá þetta 300 fermetra hús í norðurhluta landsins fyrir 40 milljónir. Í Húsinu eru 4 svefnherbergi, 3 baðherbergi og stór stofa. Þá er bílskúr við húsið.

Það væri ekki leiðinlegt að búa í þægilegu umhverfi í …
Það væri ekki leiðinlegt að búa í þægilegu umhverfi í mikilli veðursæld í svona húsi í Tælandi.

Fyrir aðeins undir 40 milljónum er hægt að fá þetta hús á Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lesendur eru eindregið hvattir til að skoða meðfylgjandi myndir, en þær eru einstaklega áhugaverðar, svo ekki meira sé sagt. Allavega er ljóst að 40 milljónir koma manni ekki í mjög glæsilegt húsnæði á þessum slóðum. 

Húsið sem fæst fyrir 40 milljónir á Long Beach er …
Húsið sem fæst fyrir 40 milljónir á Long Beach er ekkert allt of spennandi.

Íbúar í fjölmörgum borgum gera grín að þessari hugmynd og segja að fyrir þetta verð geti ekkert fengist, nema þá hugsanlega bílastæði eða örlítil lóð. Þannig segir einn íbúi í New York að þar væri ekki hægt að kaupa neitt nema ef bætt væri einu núlli við upphæðina og hún yrði 3 milljónir dala.

Í San Fransisco, London og Sydney virðist ekki vera neitt um hús eða íbúðir á þessu verðbili og þá segir einn íbúi í Sviss að það sé ábyggilega ekki neitt húsnæði í öllu landinu sem sé hægt að fá fyrir 40 milljónir. Notandi frá Seattle segir svo í gríni að þetta sé húsið sem hægt sé að fá þar fyrir 40 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir