Bubbi Morthens horfði á tónleika Gísla Pálma á Arnarhóli á Menningarnótt. Sá síðarnefndi hefur verið sakaður um að hafa blótað of mikið. Bubbi vill taka hann með á Litla Hraun.
„Hlustaði á GP rappa á Arnarhól á Menningarnótt. Hann er menning, flottur fannst mér. Honum hef ég kynnst honum örlítið í sumar. Þetta er ljúflingur með attitjúd sem fylgir því sem hann er að gera. Er búinn að bjóða honum með á hraunið aðfangadag. Þeir sem eru þar hafa gott af menningu-:),“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni.