Norski listamaðurinn Hilde Krohn Huse, komst heldur betur í hann krappan í skógi við þorpið Aukra í Noregi. Huse hafði hugsað sér að taka upp myndband af sér, hangandi naktri í reipi sem hún hafði fest við trjágrein en þegar hún hugðist losa reipið kom í ljós að hún sat föst. Eftir nokkra stund heyrði vinkona Huse hróp hennar og köll og náði henni niður.
„Myndbandinu lýkur þegar það slokknar á myndavélinni en ég var þarna, hrópandi á hjálp í hálftíma í viðbót,“ sagði Huse í samtali við dagblaðið VG. „Mér leið illa þegar ég sá myndbandið í fyrsta skipti. Ég upplifði þetta allt aftur. En ég svaf á því og áttaði mig á því að myndbandið er ansi fint.“
Myndbandið var tekuð upp á lokaári Huse við University for the Creative Arts í Lundúnum og það hefur nú verið valið úr hópi þúsunda umsókna á sýninguna Bloomberg New Contemporary þar sem 37 nýútskrifaðir listamenn í bretlandi sýna verk sín.
Í textanum sem fylgir myndinni er valdaleysi listamannsins sagt lykillinn að þýðingu þess.
„Í myndskeiðinu Hanging in the Woods verður áhorfandinn vitni að brestum í skilunum milli listar og raunveruleika þegar ætlað verk listamannsins fer úrskeiðis og hann situr fastur, hangandi niður úr tré án þess að geta losað sig eða hafa nokkur sýnileg ráð til að fá hjálp eða sleppa.“
Huse segir heppilegt að vinkona hennar var nálægt þegar hún festi sig.
„Fyrir mig er náttúrulegt að vera nakin fyrir framan myndavélina en þetta voru líklega frekar óvenjulegar aðstæður fyrir hana þegar hún var að ná mér niður,“ sagði Huse við VG. „Heppilega kom einhver sem ég þekkti.“
Hanging in the Woods from Hilde Krohn Huse on Vimeo.