„Súrrealískasta augnablik lífs míns“

Hverjar eru líkurnar á því að írskur landafræðinemi hitti Justin …
Hverjar eru líkurnar á því að írskur landafræðinemi hitti Justin Bieber í flugvélarflaki á Íslandi? AFP

Hann var að virða fyrir sér flugvélarflak í óbyggðunum á Íslandi. Allt í einu koma svartir jeppar akandi og áður en hann veit af er búið að reka þá félagana út úr vélinni og tónlistarmaðurinn Justin Bieber farinn að renna sér á hjólabretti eftir farþegarýminu.

Þannig lýsir hinn 21 árs Gareth Ewing hinni ólíklegu uppákomu þegar hann hitti poppstjörnuna Bieber „í einskis manns landi“.

„Við ætluðum að verja viku í að aka um Ísland og það var fyrir algjöra tilviljun að við heyrðum um þetta flugvélarflak og ákváðum að skoða það,“ segir Ewing í samtali við Ulster Herald. Þar sem þeir félagar voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl þurftu þeir að ganga nokkra leið, en þeir voru í flugstjórnarklefa vélarinnar þegar öryggisverðir Bieber komu inn og ráku þá út.

„Þeir hljóta að hafa verið að taka upp nýja myndbandið hans þar sem hann hóf að renna sér á hjólabretti eftir vélinni,“ segir Ewing, sem stundar nám í landafræði.

Félagarnir voru „stjörnulostnir“ og trúðu ekki hvað var að gerast. Á staðnum var hins vegar ítalskt par sem virtist ekki hafa hugmynd um hver væri þarna kominn.

Ewing segir að þrátt fyrir að hafa lesið neikvæðar fréttir um Bieber, hafi hann virkað fínn.

„Jafnvel þótt okkur hafi ekki verið leyft að taka myndir, leyfði fólkið hans okkur að taka sjálfsmynd með honum undir lokin. Hann var fínn og spurði okkur hvaðan við værum. Þegar við sögðumst vera frá Írlandi sagði hann: Þið elskið að fá ykkur í glas, er það ekki?“

Frásögn Ewing vakti mikla athygli á Facebook og Twitter. „Ég verð að segja að þetta var súrrealískasta augnablik lífs míns.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan