Justin Bieber hent út úr Playboy höllinni

Justin Bieber var hent öfugum út úr Playboy höllinni.
Justin Bieber var hent öfugum út úr Playboy höllinni. mbl.is/AFP

Íslands­vin­ur­inn Just­in Bie­ber olli miklu fjaðrafoki á dög­un­um þegar hann heim­sótti landið. Flest­ir báru hon­um sög­una vel og sögðu hann dag­far­sprúðan og kurt­eis­an pilt. Það eru þó ekki all­ir jafn hrifn­ir af söngv­ar­an­um, ef marka má orð fyr­ir­sætu sem lét henda Bie­ber öf­ug­um út úr gleðskap í Play­boy höll­inni sem fram fór í ág­úst.

Fyr­ir­sæt­an Sarah Harris greindi frá því í viðtali að ör­ygg­is­verðir hefðu fylgt Bie­ber út úr veislu sem hald­in var í Play­boy höll­inni eft­ir að Bie­ber hafi gerst nær­göng­ull og gripið í barm henn­ar. Vef­miðill­inn Daily Mail greindi frá þessu.

„Hann greip í brjóstið á mér og mín fyrstu viðbrögð voru að slá hann utan und­ir.“

„Hon­um brá greini­lega mjög, en hann sagði ekki neitt. Síðan sýndi Kylie Jenner mér fing­ur­inn og ör­ygg­is­verðir fylgdu þeim báðum út.“

Harris bæt­ir þó við að pilt­ur­inn hafi greini­lega séð eft­ir at­vik­inu, því þrem­ur dög­um síðar sneri hann aft­ur í Play­boy höll­ina til að biðjast af­sök­un­ar á hegðun sinni. Harris tók vel í af­sök­un­ar­beiðnina, og er þeim vel til vina í dag.

Fyr­ir­sæt­an Sarah Harris

Why so excited?🐰 Your #Mis­sOctober is gett­ing back to #bunnybuis­ness with her @play­boymx family next month! That's why 😋

A photo posted by Sarah Harris🐰 (@misss­ara­hharrisx) on Sep 22, 2015 at 6:09pm PDT

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir