Prumpaði of mikið og missti vinnuna

Richard Clem missti vinnuna fyrir að prumpa of mikið.
Richard Clem missti vinnuna fyrir að prumpa of mikið. mbl.is/ Golli

Louann Clem hefur ákveðið að fara með mál eiginmanns síns Richard Clem fyrir dómstóla en árið 2014 missti hann vinnuna hjá fyrirtækinu Case Pork Roll fyrir að prumpa of mikið í vinnunni.

Hjónin störfuðu bæði hjá fyrirtækinu Case Pork Roll sem staðsett er í New Jersey í Bandaríkjunum. Louann ákvað þó að segja starfi sínu lausu er eiginmaður hennar fékk uppsagnarbréfið. Hún segir að með uppsögninni sé fyrirtækið að brjóta gróflega gegn fólki sem eigi við ákveðna erfiðleika að stríða.

Þegar Richard Clem hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2004 vó hann um 190 kíló. Hann ákvað að fara í hjáveituaðgerð árið 2010 og léttist um 50 kíló. Eftir aðgerðina fór hann svo að finna fyrir aukaverkunum eins og miklum vindverkjum og niðurgangi sem hann hafði enga stjórn á.

Í viðtali við The Huffingtonpost segir Louann Clem að Thomas Dolan framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi talað mikið um þetta vandamál eiginmanns hennar í vinnunni og sagt hluti eins og „við getum ekki rekið skrifstofu og haft starfsmann sem lyktar svona illa.“ Þá bað hana einnig að skila því til Richard að fólk væri byrjað að kvarta undan lyktinni.

David Koller, lögmaður hjónanna, segir þennan anga málsins vissulega vekja mesta athygli fólks en þetta sé þó kjarni málsins. Hjónin fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu vegna óréttmætrar uppsagnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir