Daniel Craig myndi frekar brjóta glas og skera á sér úlnliðina en að leika James Bond í fimmta skiptið. Leikarinn, sem er 47 ára gamall, segist vilja segja skilið við hlutverkið og snúa sér að öðru.
Þetta kom fram í viðtali í tímaritinu Time Out. Tuttugasta og fjórða myndin um njósnara hennar hátignar, Spectre, verður frumsýnd þann 26. október næstkomandi. Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans, en margir trúa því að þetta sé í síðasta sinn sem hann túlkar James Bond.
Fjölmiðlar hafa mikið velt fyrir sér hver muni taka við kyndlinum og hafa í því samhengi nefnt leikarann Idris Elba, ásamt Hugh Jackman og Tom Hardy.
Í viðtalinu sagði Craig einnig að það eina sem myndi fá hann til að leika njósnarann aftur væri sandur af seðlum.