Hætt við að hætta saman

Lamar Odom og Khloe Kardashian-Odom.
Lamar Odom og Khloe Kardashian-Odom. AFP

Allt útlit er fyrir að Khloé Kardashian og Lamar Odom séu hætt við að skilja. Hjónin höfðu áður undirritað skilnaðarpappíra, sem ekki höfðu gengið í gegn, og var Khloé í tygjum við körfuboltaleikmanninn James Harden.

Frétt mbl.is: Khloe Kardashian hætt með kærastanum

Odom fannst rænulaus á vændishúsi á dögunum og var ástand hans talið afar alvarlegt. Hann virðist þó vera að ná sér, en á í vændum margra mánaða endurhæfingu.

Kardashian hefur ekki vikið frá hlið Odoms, en þar sem þau eru enn gift samkvæmt pappírum hefur hún séð um að taka ákvarðanir fyrir hans hönd á spítalanum.

Odom hefur nú verið fluttur á meðferðarstofnun í Los Angeles, en Kardashian mun halda áfram að vera honum innan handar í veikindunum.

Lögfræðingur Kardashian-ættarinnar er sagður hafa óskað eftir því við dómstól í Kaliforníu að afturkalla umsókn þeirra um skilnað, og var fallist á þá ósk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan