Adele slær met með laginu Hello

Nýjasta lagið úr smiðju Adele, lagið Hello, hefur náð sögulegum …
Nýjasta lagið úr smiðju Adele, lagið Hello, hefur náð sögulegum vinsældum. AFP

Nýjasta lagið úr smiðju bresku stórstjörnunnar Adele hefur slegið í gegn, og í dag varð lagið það fyrsta í sögunni til þess að vera niðurhalað oftar en milljón sinnum á einni viku í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir AFP.

„Hello“ er annað lagið sem Adele gefur út frá því að hún gaf út plötuna 21 árið 2011. Söng hún titillag Bond-myndarinnar Skyfall árið 2012. Hello flaug beint á toppinn á Billboard-listanum, en listinn tekur saman útvarpshlustun, streymishlustun hjá efnisveitum og sölutölur.

Laginu var niðurhalað alls 1,1 milljón sinnum á einni viku, en fyrra metið átti Flo Rida með lagið Right Round sem var niðurhalað 636 þúsund sinnum á einni viku snemma árs 2009.

20,4 milljón hlustanir hjá efnisveitum

Þá sló lagið Hello einnig met í hlustun hjá efnisveitum en þar hefur lagið verið spilað 20,4 milljón sinnum sem er rúmlega tvisvar sinnum meira en hjá fyrri methafa, kanadísku stjörnunni Justin Bieber, sem var með lagið What Do You Mean? sem sett var fyrir tveimur mánuðum.

Búist er við því að 25, nýjasta plata Adele, sem kemeur út 20. nóvember nk. verði söluhæsta plata ársins. Þá telja einnig margir innan úr tónlistarbransanum að platan gæti orðið álíka vinsæl og platan 1989 sem Taylor Swift gaf út á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg