Heilinn erfiðar á Everest

Tómas er hjarta- og lungnaskurðlæknir og jafnframt einn forsvarsmanna íslenskra …
Tómas er hjarta- og lungnaskurðlæknir og jafnframt einn forsvarsmanna íslenskra fjallalækna. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson

Tækni­brell­ur, ástand og ákv­arðana­taka per­són­anna í kvik­mynd­inni Ev­erest verða til umræðu á sér­stakri „spurt og svarað“ sýn­ingu á stór­mynd Baltas­ars Kor­máks í Sam­bíó­un­um í Eg­ils­höll í kvöld.

Munu Baltas­ar Kor­mák­ur, Daði Ein­ars­son tækni­brellu­stjóri mynd­ar­inn­ar (e. VFX supervisor) og Tóm­as Guðbjarts­son fjalla­lækn­ir sitja fyr­ir svör­um en sá síðast­nefndi mun einnig stýra umræðum.

„Við ætl­um að kryfja mynd­ina svo­lítið. Balti er auðvitað bú­inn að setja sig inn í þessa sögu í smá­atriðum og ég gerði það reynd­ar líka,“ seg­ir Tóm­as. „Í fyrsta lagi ætl­um við að kryfja af hverju menn eru að þvæl­ast þarna upp, hvað er það sem dríf­ur það áfram en það sem ég hef mest­an áhuga á sem lækn­ir er ekki bara hvernig vöðvar og lungu og hjarta þurfa að erfiða í litlu súr­efni held­ur líka heil­inn.“

Tóm­as vís­ar í að göngu­menn sem koma fyr­ir í mynd­inni hafi brotið gegn reglu um að snúa við væru þeir ekki komn­ir á topp­inn fyr­ir ákveðinn tíma. Það olli dauðsföll­um og setti fjölda annarra göngu­manna í hættu.

„Við í fé­lagi ís­lenskra fjalla­lækna fór­um á Mont De Rosa 2008 en það er hæsta fjallið í Ölp­un­um, 4.500 metra hátt. Við gerðum einskon­ar gáfna­próf á okk­ur þar sem við prófuðum minni og ákv­arðana­töku. Við sýnd­um fram á og birt­um í virtu vís­inda­tíma­riti hvernig þess­ari hæfni hrak­ar þegar maður kem­ur upp í hærri hæð.“

Tóm­as bend­ir á að þó svo að göngu­menn eyði sex vik­um á fjall­inu í að aðlaga lungu og hjarta megi ekki gleyma heil­an­um.

„Mér finnst rosa­lega spenn­andi að heil­inn þurfi líka sinn tíma og menn átti sig ekki á því að þeir þurfa að velta erfiðum ákvörðun­ar­tök­um fyr­ir sér tvisvar. Þetta snýst ekki bara um að ganga upp á Ev­erest, segj­um að þú sért að fara á skíði í Vail í Col­orado og þú ert kannski ekki vön að skíða bratt­ar brekk­ur. Svo tek­urðu lyft­una upp á fyrsta degi, í tæp­lega 4.000 metra hæð og ákveður allt í einu að taka erfiðustu svörtu brekk­una, dett­ur  og brýt­ur þig. Þú ert að taka ranga ákvörðun í hæð þar sem er minna súr­efni, ákvörðun sem þú hefðir kannski ekki tekið við sjáv­ar­mál.“

Tóm­as seg­ir viðburðinn þó alls ekki aðeins ætlaðan áhuga­mönn­um um hálofta­veiki enda verður mik­il áhersla á tækni­brell­urn­ar í mynd­inni sem og sýn Baltas­ars á at­b­urðinn. Miðaverð er 3.000 kr. og renn­ur ágóði af sýn­ing­unni til kaupa á búnaði fyr­ir Und­an­fara­sveit Lands­bjarg­ar í björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem auðvelda mun erfið út­köll.

Sýn­ing­in er hald­in í sam­starfi við 66°Norður, Fé­lag ís­lenskra fjalla­lækna (FÍFL), Sam­bíó­in og RVK Studi­os og all­ir sem að henni koma gefa vinnu sína. Miðar á sýn­ing­una eru seld­ir á sam­b­io.is og er miðaverð 3000 kr.

Baltasar Kormákur við tökur á Everest.
Baltas­ar Kor­mák­ur við tök­ur á Ev­erest.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir