Gítar Lennons sleginn á 300 milljónir

John Lennon með gítarinn sem hvarf en dúkkaði svo upp …
John Lennon með gítarinn sem hvarf en dúkkaði svo upp í Kaliforníu hálfri öld síðar.

Kassagítar sem var í eigu Bítilsins Johns Lennons var seldur á uppboði í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir 2,4 milljónir dala, sem samsvarar um 311 milljónum króna.

Talið er að Lennon hafi notað gítarinn, sem er af gerðinni Gibson J-160E, er hann samdi og tók upp marga smelli Bítlanna, m.a. Love Me Do og I Want to Hold Your Hand.

Fram kemur á vef BBC að aðeins tveir gítarar af þessari gerð hafi verið fluttir til Bretlands frá Bandaríkjunum árið 1962. Bítillinn George Harrison fékk hinn. Þá segir að Lennon hafi notað gítarinn í um eitt ár. Harrison fékk hann en svo hvarf hljóðfærið. 

Í rúma hálfa öld vissi enginn hvar kassagítarinn væri niðurkominn, eða þar til maður í Kaliforníu áttaði sig á því að í hans eigu væri hljóðfæri sem hefði líklega eitthvert sögulegt gildi. Hann áttaði sig á því þegar hann sá ljósmynd af Harrison í gömlu tímariti þar sem hann heldur á hljóðfærinu. Maðurinn, John McCaw, hafði keypt gítarinn á 275 dali (um 35.000 kr.) á seinni hluta sjöunda áratugarins.

Bítlasérfræðingur var síðan fenginn til að líta á gripinn og í ljós kom að hann hefði verið í eigu Lennons.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup