Nakinn í kassa án alls í viku

„Það er svolítið skrýtið að vera 23 ára og það sé ný lífsreynsla að vera einn í viku, það sé eitthvað algerlega framandi og skrýtið,“ segir Almar Atlason, myndlistarnemi, en hann ætlar að dvelja næstu vikuna lokaður nakinn inni í kassa í Listaháskólanum.

mbl.is hitti hann í morgun þegar hann var að reykja síðustu sígarettuna áður en haldið var inn í kassann en hann segir að fyrst og fremst sé þetta tilraun og eina leiðin til að komast að því hvort hann geti þetta raunverulega sé að láta á það reyna. 

Margir leiða eflaust hugann að praktískum atriðum eins og hvernig hann ætli að nærast og gera þarfir sínar. En hann ætlar að láta þau atriði ráðast af sjálfu sér, fólk getur komið mat inn til hans í gegnum lúgu og hann getur að sama skapi hent hlutum út í gegnum lúgu í kassa á gólfinu. „Fullkomið stjórnleysi,“ segir hann og segir að tilraunin snúist ekki bara að honum sjálfum heldur líka að því hvernig fólk hugsar um fólkið í kring um sig.

Hægt er að fylgjast með Almari í gegnum streymi á youtube og frá því í morgun er hann kominn með vatnsflösku, klósettpappír og sitthvað fleira í kassann til sín. Verkefnið er lokaverkefni í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup