Almar fróaði sér í beinni

Eft­ir að Alm­ar Atla­son hafði hægðir í poka aðeins fá­ein­um klukku­stund­um eft­ir að hann sett­ist nak­inn inn í gler­kass­ann í Lista­há­skóla Íslands síðastliðinn mánu­dag var nokkuð ljóst að hann hugðist ekki fegra ferlið neitt fyr­ir áhorf­end­um. Marg­ir spurðu sig „Er þetta list“ en fjöl­marg­ir spurðu sig, bæði upp­hátt og í hljóði: „Mun hann fróa sér?“

Svarið við fyrri spurn­ing­unni ligg­ur lík­lega í skynj­un hvers og eins og í gær­kvöldi skýrðist svarið við þeirri síðari og það var „Svo sann­ar­lega!“

Liggj­andi endi­lang­ur, horn í horn í kass­an­um, strauk Alm­ar getnaðarlim sinn fyr­ir fram­an hundruð áhorf­enda í beinni. Hann gerði enga til­raun til að hylja at­höfn­ina. Hann hefði getað legið eða setið á ýmsa aðra vegu svo ekki hefði sést jafn vel hvað hann væri að gera en svo virðist sem hann hafi kosið að fela sig ekki með nokkr­um hætti held­ur bjóða áhorf­end­um að taka óbein­an þátt í sjálfs­fró­un 23 ára karl­manns. Þó virt­ist hann meðvitaður um um­hverfi sitt. Rýmið sem hann er inni í er opið öll­um og leit hann reglu­lega til beggja hliða á meðan hann fróaði sér eins og til að full­vissa sig um að hann væri einn, sem hann var, en samt ekki. Að lok­um spratt hann upp á hækj­ur sér, og sneri sér burt frá mynda­vél­inni.

Eft­ir at­vikið rofnaði beina út­send­ing­in á YouTu­be, vegna brota á regl­um miðils­ins. Þó var aft­ur opnað fyr­ir út­send­ing­una skömmu síðar og þegar þetta er skrifað ligg­ur Alm­ar sof­andi, vaf­inn í teppi og um­kringd­ur ruslahaugn­um sem hon­um hef­ur áskotn­ast fyr­ir til­stuðlan gesta síðustu daga.

Eft­ir standa nokkr­ar spurn­ing­ar. Í fyrsta lagi sú gam­al­kunna „Er þetta list núna?" Sú næsta væri „Eða er þetta kannski klám? Hvar liggja mörk­in?“. Sú þriðja kann að vera „Af hverju sýndi hann ekki full­næg­ing­una?“. Var það sök­um sáðláts sem hann vildi ekki deila með áhorf­end­um, vegna þess að hann hafi séð eft­ir at­höfn­inni eða hugs­an­lega vegna þess að hann vildi ekki svala þorsta áhorf­enda í loka­sen­una og ákvað því að skilja þá eft­ir á barmi full­næg­ing­ar, bók­staf­lega? Sú síðasta er þó lík­lega mik­il­væg­ust: Hvað seg­ir þetta allt sam­an um okk­ur sem fylgj­umst með?

Annað sem nær óhætt er að full­yrða er að Alm­ar Atla­son sé fyrsti maður­inn til að fróa sér í beinni út­send­ingu, á al­mennri rás. Og hann á enn eft­ir tvo daga í kass­an­um. Hvað ger­ist næst?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir