Almar Atlason hefur nú dvalið í glerkassa í Listaháskóla Íslands í tæpa fimm sólarhringa.
Áhorfendur hafa fylgst með Almari fara í gegnum ýmsar persónulegar athafnir, allt frá því að hafa hægðir yfir í að stunda sjálfsfróun og hafa notendur Twitter skemmt sér hið besta yfir því öllu.
Þegar Almar seldi upp skömmu fyrir hádegi og hafði hægðir stuttu síðar kvað hinsvegar við nýjan tón þar sem tístverjar viðruðu áhyggjur sínar.
Mömmugenið er að kikka duglega inn. Ég vil bara að hann komist í sturtu, bursti tennurnar og skríði undir sæng.. núna! #nakinníkassa
— Bjorg Eythorsdottir (@eythorsdottir88) December 4, 2015
Ég veit ekki hvort ég er leið yfir því að hafa misst af ælunni, því ég hata ælu en mig langar að vera til staðar fyrir Almar #nakinníkassa
— Tinna (@tinnaharalds) December 4, 2015
#nakinníkassa er orðið átakanlegt áhorf. Real talk. Kv. Ein áhyggjufull
— Manuela Ósk (@manuelaosk) December 4, 2015
Upp og niður... Ekki gott. #prayforAlmar #nakinníkassa
— Tómas F. Kristjánsson (@tomasfreyr) December 4, 2015
Fyrir einhverjum virðist þetta hafa verið augnablikið þar sem Almar gekk fram af þeim.
Vel valdar 5 mín til að tékka á #nakinníkassa - æla og niðurgangur - og ég að borða morgunmatinn👌🏼😨
— Kristín Ýr Lyngdal (@kristinlyngdal) December 4, 2015
Nei í alvöru.. þegar þú ert búinn að gubba á þennan fermetra sem þú hefur þá er kominn tími til að fara út úr þessum kassa. #nakinníkassa
— Bjorg Eythorsdottir (@eythorsdottir88) December 4, 2015
Hver á að þrífa æluna? Af hverju ældi hann ekki í pokann? EKKERT NEMA SPURNINGAR #nakinníkassa
— Gummi Jóh (@gummijoh) December 4, 2015
Einhverjir sáu þetta fyrir.
Og hér erum við, hissa á því að maður sem borðar dögum saman með höndunum og skeinir sig án þess að þvo þær skuli æla. #nakinníkassa
— Haukur d'Or Bragason (@Sentilmennid) December 4, 2015
Vissi að hann myndi veikjast, búin að vera að læra fyrir lokapróf í sýklafræði alla vikuna og búin að bíða eftir akkúrat þessu #nakinníkassa
— Fríða Gylfadóttir (@fridagylfa) December 4, 2015
Hvað gerist næst?
Almar hlýýýýýýtur að fá pinkeye. #nakinníkassa
— Halli Civelek (@halli) December 4, 2015
Nema kannski einhver taki þetta á sig:
Er enginn búinn að fara með handspritt til Almars? Hann þarf virkilega á því að halda #nakinníkassa
— steingrimur arason (@steini_arason) December 4, 2015