Carol með flestar tilnefningar

Tilnefningar fyrir 73. Golden Globe hátíðina voru tilkynntar rétt í þessu.

Flestar tilnefningar hlýtur kvikmyndin Carol eða fimm alls en meðal framleiðenda er það 20th century Fox sem leiðir hópinn með 12 tilnefningar. Efnisveitan Netflix hefur aldrei fengið fleiri tilnefningar og virðist á hraði siglingu upp virðingarstiga Hollywood með átta tilnefningar. Kvikmyndirnar The Revenant, Steve Jobs og The Big Short hlutu allar fjórar tilnefningar. Fjölmargir sjónvarpsþættir hlutu þrjár tilnefningar, þar á meðal American Crime, Fargo, Mr. Robot, Outlander og Transparent.

Báðar stjörnur Carol, Cate Blanchett og Rooney Mara, eru tilnefndar til verðlauna fyrir leik sinn og Todd Haynes er einnig tilnefndur fyrir leikstjórn. Einnig hlaut myndin tilnefningu fyrir bestu kvikmynd ársins í flokki dramatískra kvikmynda auk þess sem Carter Burwell er tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni.

Auk þeirra Blanchet og Mara eru Brie Larson (Room), Saoirse Ronan (Brooklyn) og Alicia Vikander (The Danish girl) tilnefndar fyrir aðalhlutverk í dramatískri kvikmynd.

Leonardo DiCaprio (The Revenant) og Michael Fassbender (Steve Jobs) eru tilnefndir fyrir bestan leik karla í dramatískri kvikmynd en það eru einnig Bryan Cranston (Trumbo), Will Smith (Concussion) og Eddie Redmayne (The Danish Girl) en sá síðastnefndi fór með Óskarinn heim fyrir bestan leik karla í fyrra.

Fyrir bestu söngleikja- eða gamanmyndina eru The Big Short, Joy, The Martian, Spy og Trainwreck allar á lista en Carol, Mad Max: Fury Road, The Revenant, Room og Spotlight eru tilnefndar í flokki dramatískra kvikmynda.

Í flokki teiknimynda eru Anomolisa, The Good Dinosaur, Inside Out, The Peanuts Movie og Shaun the Sheep Movie tilnefndar.

Leikararnir Angela Bassett, America Ferrera, Chloe Grace Moretz og Dennis …
Leikararnir Angela Bassett, America Ferrera, Chloe Grace Moretz og Dennis Quaid kynntu tilnefningarnar í dag. AFP

Óljóst Óskarskapphlaup

Golden Globe verðlaunin munu gefa skýrari hugmynd um það sem koma skal á Óskarsverðlaununum sem Variety segja enn með öllu óljós. Kvikmyndir eins og Spotlight og Carol hafi staðið sig vel meðal gagnrýnenda en The Screen Actors Guild hafi komið ölllum að óvörum með því að hunsa frammistöðu Will Smith (Concussion) Jennifer Lawrence (Joy) og Michael Keaton (Spotlight) í frekar veitt Sarah Silverman (I Smile Back) og Helen Mirren (Woman in Gold) tilnefningar en ekki var búist við að þær stöllur kæmu til tals í tengslum við stærri verðlaunahátíðir ársins.

The Golden Globes eru ekki alltaf sammála niðurstöðu Óskarsverðlaunanna og meðal annars verðlaunað The Social Network og Avatar sem sátu uppi tómhentar þegar kom að Óskarsverðlaununum. Í fyrra hlaut Boyhood verðlaunin fyrir bestu dramatísku kvikmyndina og The Grand Budapest Hotel hlaut verðlaunin í flokki gamanmynda en Birdman hlaut Óskarinn fyrir bestu kvikmyndina.

Verðlaunahafar á The Golden Globes eru ákveðnir af The Hollywood Foreign Press Association, en innan þess hóps rúmast um 90 blaðamenn og ljósmyndarar. Hefur félagið verið gagnrýnt fyrir sérviskulegt val með tilnefningum sínum á grimmilega gagnrýndum myndum á við Burlesque og The Tourist.

Ricky Gervais mun snúa aftur þetta árið sem kynnir hátíðarinnar eftir þriggja ára fjarveru en hann hefur þrisvar áður kynnt hátíðina við góðan orðstýr. Verðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu þann 10. Janúar 2016 og mun Denzel Washington heiðraður með starfsárangursverðlaunum Cecil B. Demille.

Lista yfir allar tilnefningarnar má finna á vefsíðu Variety.

Frá tilnefningarathöfninni í dag.
Frá tilnefningarathöfninni í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst togast á um þig og átt í erfiðleikum með að gera upp hug þinn. Hristu þessa tilfinningu af þér því hún er ekki rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst togast á um þig og átt í erfiðleikum með að gera upp hug þinn. Hristu þessa tilfinningu af þér því hún er ekki rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir