Frambjóðendur fá gervilimi

Donald Trump tekur sig vel út.
Donald Trump tekur sig vel út. Ljósmynd/ GOP Dildo

Eitt af því sem allir forsetaframbjóðendur Repúblíkana eiga sameiginlegt er ást á skotvopnum. Þeir láta reglulega mynda sig með slíkum tólum og minna þannig á ást sína á réttinum til byssueignar og láta líta út fyrir að þeir séu harðir í horn að taka.

Stofnanda MetaFilter, Matt Haughey, fannst komið nóg af slíkum gorgeir og ákvað því að að setja af stað átak þar sem gervilimum – og þá erum við ekki að meina fótleggi – er komið fyrir í höndum frambjóðendanna í stað vopnanna.

Haughey hleypti verkefninu af stokkunum síðasta laugardag á Tumblr síðunni GOP Dildo. Bað hann fylgjendur um að senda honum myndir sem þeir vildu að hann breytti með myndvinnsluforritinu Photoshop og myndirnar hafa streymt inn.

Síðan þá hefur Haughey teygt upprunalegu hugmyndina sem náði aðeins til núverandi frambjóðenda og einnig skellt stærðarinnar reðurlíki í fang George W. Bush og leikarans og skotvopnatalsmannsins Charlton Heston.

Hughey segir GOP Dildo síðuna vera virka fram í nóvember á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram og þar sem frambjóðendur Repúblíkana eru ekki líklegir til að hætta að halda á byssum er nokkuð ljóst að hann mun hafa úr nægu efni að moða þangað til.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir