Tveir dóu þegar MTV-þyrla hrapaði

Lónið þar sem þyrlan hrapaði.
Lónið þar sem þyrlan hrapaði. AFP

Tveir fórust þegar þyrla sem var notuð til kvikmynda raunveruleikaþátt sjónvarpsstöðvarinnar MTV hrapaði í Argentínu.

Flugmaður þyrlunnar og tæknimaður fórust en enginn úr tökuliði þáttarins var um borð.  Verið var að taka upp þáttinn The Challenge.

Þyrlan hrapaði ofan í lón stíflunnar Potrerillos de Mendoza í vesturhluta Argentínu, að því er BBC greindi frá. 

Þetta er annað þyrluslysið sem verður í tengslum við raunveruleikaþátt í landinu á þessu ári. Í mars fórust tíu þegar tvær þyrlur rákust saman í héraðinu Rioja í norð-vesturhluta Argentínu. Þar var verið að taka upp þáttinn Dropped.

Argentískir lögreglumenn standa nálægt lögregluþyrlu.
Argentískir lögreglumenn standa nálægt lögregluþyrlu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir