Tveir fórust þegar þyrla sem var notuð til kvikmynda raunveruleikaþátt sjónvarpsstöðvarinnar MTV hrapaði í Argentínu.
Flugmaður þyrlunnar og tæknimaður fórust en enginn úr tökuliði þáttarins var um borð. Verið var að taka upp þáttinn The Challenge.
Þyrlan hrapaði ofan í lón stíflunnar Potrerillos de Mendoza í vesturhluta Argentínu, að því er BBC greindi frá.
Þetta er annað þyrluslysið sem verður í tengslum við raunveruleikaþátt í landinu á þessu ári. Í mars fórust tíu þegar tvær þyrlur rákust saman í héraðinu Rioja í norð-vesturhluta Argentínu. Þar var verið að taka upp þáttinn Dropped.