Leikarinn og grínistinn Bill Cosby hefur höfðað mál á hendur sjö þeirra kvenna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot. Í kærunni sakar Cosby konurnar um að bera á sig „rætnar, tækifærissinnaðar, falskar og ærumeiðandi“ sakir.
Konurnar sem leikarinn hefur höfðað mál gegn eru Tamara Green, Therese Serignese, Linda Traitz, Louisa Moritz, Barbara Bowman, Joan Tarshis og Angela Leslie.
Málshöfðunin er svar leikarans við málshöfðun kvennanna, sem kærðu hann fyrir ærumeiðingar í desember 2014. Um er að ræða lítinn hluta þeirra kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot, en hópurinn telur nú yfir 50 konur.
Leikarinn hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu.
My statement re today's lawsuit filed by @BillCosby against all 7 accusers in Massachusetts lawsuit. pic.twitter.com/XRYoV4gXpC
— Monique Pressley (@MoniquePressley) December 14, 2015