Svarar Cthulhu kallinu?

Cthulhu er neðansjávarvera og því ætti staðsetning Bessastaða við sjóinn …
Cthulhu er neðansjávarvera og því ætti staðsetning Bessastaða við sjóinn að henta vel. Af Facebook

Ýmsir hafa verið nefndir til sögunar sem mögulegir frambjóðendur í forsetakosningunum á næsta ári og hafa hópar verið stofnaðir til að skora á nafntogaða einstaklinga að gefa kost á sér. Nýjasta ákallið eftir framboði er til nær guðlegu ófreskjunnar Cthulhu úr hrollvekju rithöfundarins H.P. Lovecraft.

Á meðal þeirra sem orðuð hafa verið við atlögu að Bessastöðum á næsta ári eru rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson og athafnakonan Halla Tómasdóttir. Þá liggur enn ekki fyrir hvort að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, muni bjóða sig fram aftur.

Nær óhætt er þó að fullyrða að ekkert þeirra myndi afla Íslandi eins mikillar alþjóðlegrar athygli og ef hálfi kolkrabbinn, hálfi maðurinn, hálfi drekinn Cthulhu færi með sigur af hólmi í kosningunum næsta sumar.

Áskorunin um framboð hans var sett fram í Facebook-hópi hlutverkaspilara á Íslandi (Roleplayers á Ísland). Meðlimir hópsins taka nokkuð vel í áskorunina.

„Ég tek að minnsta kosti vel á móti nýjum kolkrabbadrottnara okkar,“ skrifar einn.

„Af hverju að velja þann minna illa? Cthulhu 2016,“ segir annar.

Ekki eru þó allir jafnvissir um ágæti Cthulhu sem forseta Íslands. Aldurinn gæti sett strik í reikninginn en ófreskjan er stundum nefnd „Sá gamli mikli“ í goðafræði Lovecraft.

„Hmm, veit ekki hvort að annar Old One sé það sem við þurfum þangað, samt,“ skrifar áhyggjufulli hlutverkaspilarinn.

Þessi er samt í það minnsta Great,“ bendir annar á.

Nú er spurningin því aðeins hvort að Cthulhu muni svara kallinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar