Heims um ból í tæp 200 ár

00:00
00:00

Þegar sálm­ur­inn Stille Nacht var sam­inn fyr­ir tæp­um tvö hundruð árum af aust­ur­ríska prest­in­um Joseph Mohr, en lagið er eft­ir org­an­leik­ar­ann Franz Gru­ber, áttu kannski ekki marg­ir von á því að sálm­ur­inn yrði sung­inn á fjöl­mörg­um tungu­mál­um og hvað þá af sænsk­um geit­um.

Það var í messu á jólanótt í Hallein, smáþorpi í aust­ur­rísku ölp­un­um árið 1818 sem sálm­ur­inn var fyrst flutt­ur en tveim­ur árum áður hafði Mohr samið text­ann við lagið. Í dag er sálm­ur­inn sung­inn á yfir 300 tungu­mál­um og mál­lýsk­um. Á ís­lensku er text­inn við lagið eft­ir Svein­björn Eg­ils­son (Heims um ból). Það er hins veg­ar til ís­lensk þýðing eft­ir Matth­ías Jochumsson og heit­ir hún Hljóða nótt, heil­aga nótt.

Árið 1943 var gef­in út lít­il bók um "Heims um ból", sögu lags og ljóðs. Höf­und­ur var Hertha Pauli, en þýðandi Frey­steinn Gunn­ars­son, skóla­stjóri Kenn­ara­skóla Íslands. Fjallað var um bók­ina í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins árið 2000.

Í for­mála að þess­ari bók seg­ir Frey­steinn Gunn­ars­son, að liðin séu 125 ár frá því að sálm­ur­inn og lagið „Heims um ból“ hafi orðið til. Hins veg­ar var ís­lenski sálm­ur­inn eft­ir Svein­björn Eg­ils­son, rektor, ort­ur árið 1849. Hann er ekki þýðing á þýska sálm­in­um, en í ljóðmæl­um Svein­bjarn­ar Eg­ils­son­ar er sálm­ur­inn kallaður „Jóla­söng­ur­inn„"Lagið og hugs­un­in er tek­in eft­ir þýska kvæðinu: Stille Nacht.“

Þessi hug­ljúfa frá­sögn um sálm­inn og lagið við hann er tæp­ar 90 blaðsíður. Hér er því stiklað á stóru og end­ur­sögð helstu atriði.

„Hverf­um rúm­lega 180 ár (197 ár) til baka - til árs­ins 1818 - til æva­gam­als sveitaþorps í dal­verpi í aust­ur­rísku Ölp­un­um. Eft­ir miðju þorp­inu renn­ur straumþung á. Skammt frá henni stend­ur hvít kirkja, hrör­leg og elli­leg. Turn henn­ar er hár með rauðum toppi. Allt í kring eru lág­reist bænda­býli, dreifð eins og litl­ir kjúk­ling­ar í kring um stóra hvíta hænu með rauðum kambi. Og sum býl­in standa hærra - uppi í fjalls­hlíðunum. Þarna bjuggu bænd­ur og fá­ein­ir handiðna­menn. Í öllu þorp­inu voru aðeins 2 mennta­menn, prest­ur­inn sr. Jósep Mohr og kenn­ar­inn Franz Xa­ver Gru­ber, sem einnig var org­ell­eik­ari í kirkj­unni. Ung­ir menn og aðflutt­ir og góðir vin­ir, er hitt­ust hvern sunnu­dag og sungu sam­an. Gru­ber söng bassa, sr. Mohr ten­ór og hann lék und­ir á gít­ar. Org­el áttu þeir ekki frem­ur en ann­an ver­ald­leg­an auð. Og börn­in í þorp­inu stóðu fyr­ir utan prest­setrið, hl­ustuðu, kinkuðu kolli hvert til ann­ars og sögðu: Nú syngja þeir sam­an, prest­ur­inn og kenn­ar­inn. Kirkju­org­elið var í ólagi og org­elsmiðir, sem gerðu við þessi dýr­mætu hljóðfæri, voru fáir, og leita þurfti langt til þess að fá einn slík­an.

Á aðfanga­dag jóla árið 1818 var sr. Mohr einn í skrif­stofu sinni. Þá var barið að dyr­um. Bónda­kona úr fjöll­un­um, með gróf­gert skjal yfir herðum, stóð úti fyr­ir. Kveðja henn­ar var: Jesús Krist­ur sé lofaður. Hún sagði sr. Mohr, að barn hefði fæðst í húsi fá­tæks kola­gerðar­manns og for­eldr­arn­ir vildu, að prest­ur­inn kæmi og veitti því bless­un sína svo að það mætti lifa og dafna. Sr. Mohr fór með kon­unni. Þau komu að hrör­leg­um kofa. Þar logaði dauft ljós, ung kona lá þar inni, bros­andi og sæl með ný­fætt barn í örm­um sín­um. Sr. Mohr veitti móður og barni bless­un, gekk síðan heim á leið niður fjalls­hlíðina. Þessi at­b­urður á jólanótt hafði mik­il áhrif á hann. Hon­um fannst dá­semd jól­anna hafa borið fyr­ir augu sín í litla fjalla­kof­an­um, og sál hans fyllt­ist friði. Niðri í daln­um blikuðu blys bænd­anna, sem voru á leið í kirkju, þar sem sr. Mohr hélt hátíðlega guðsþjón­ustu um miðnættið.

Um nótt­ina varð hann and­vaka - og hann færði í bún­ing það, sem gerst hafði - hann orti sálm­inn: Stille nacht, heilige nacht, sex er­indi. Um morg­un­inn fór hann að hitta Gru­ber vin sinn og bað hann að semja lag við þetta litla ljóð. "Þetta er jóla­sálm­ur­inn, sem okk­ur vantaði. Guð sé lof," sagði Gru­ber og tók strax til við að semja lagið. Skömmu síðar sungu þeir vin­irn­ir lag og ljóð, tvíraddað og léku und­ir á gít­ar­inn. Og börn­in stóðu fyr­ir utan og hl­ustuðu á nýja lagið. Þau voru söng­elsk eins og aust­ur­ríska þjóðin öll. Þarna höfðu þau eign­ast nýtt lag, þótt þau vissu ekki að þenn­an jóla­dag hafði orðið til sálm­ur, er átti eft­ir að fara um heims­byggðina alla.

Nokkru síðar kom org­elsmiður til þorps­ins og gerði við gamla kirkju­org­elið. vin­irn­ir spiluðu og sungu sálm­inn sinn. Org­elsmiður­inn, sem var úr Ziller­dal, hlustaði hug­fang­inn á, lærði lag og ljóð og flutti með sér heim í dal­inn sinn. Þar söng hann fyr­ir börn­in í daln­um, en þar var sönglist­in mjög í há­veg­um höfð. Stass­er­börn­in sungu best og höfðu feg­urstu söngradd­irn­ar. Karólína, Jós­ef, Andrés og Amal­ía, litla hrokk­in­koll­an. Strass­er­börn­in seldu gem­su­skinn­hanska, sem for­eldr­ar þeirra bjuggu til. Þau sungu hvar sem þau komu og þau hófu söng sinn alltaf á lag­inu, sem þeim þótti svo fal­legt: Heims um ból. Þau sungu fyr­ir viðskipta­vin­ina og eitt sinn var sönglist­ar­stjóri kon­ungs­ins af Saxlandi áheyr­andi þeirra. Hann fékk þau til þess að syngja fyr­ir drottn­ing­una og kóng­inn af Saxlandi, er hrif­ust af hinum fagra söng þeirra. Söng­ur­inn var kallaður: Söng­ur­inn him­neski. Mörg­um árum síðar barst hann til Prússa­kon­ungs, sem vildi vita hver væri höf­und­ur. Því höfðu all­ir gleymt. Nú hófst mik­il leit. Ötul­ast­ur við þá leit var Ludwig Erk, hinn kon­ung­legi sönglist­ar­stjóri Prússa­kon­ungs. Að lok­um bar einn leit­ar­manna hans, söng­stjór­ann í Sankti Pét­ursklaustr­inu, til þorps þeirra sr. Mohr og Franc Gru­bers. Sr. Mohr var þá dá­inn, en son­ur Gru­bers fræddi söng­stjór­ann um, hver samið hefði lagið. Hann gekk þegar á fund Franz Gru­bers, sem þá var orðinn ald­ur­hnig­inn. Þannig komust nöfn þeirra vin­anna í sálma- og helgi­bæk­ur hins kristna heims. Og mynd þeirra beggja, höggv­in í stein, prýðir nú einn vegg­inn í gömlu þorp­s­kirkj­unni þeirra,“ sagði í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins árið 2000.

Um­fjöll­un um sálm­inn í Les­bók Morg­un­blaðsins árið 1943

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir