Skonsuskol Paltrow mesta heilsubullið

Gwyneth Paltrow hefur verið alræmd fyrir að dreifa ýmis konar …
Gwyneth Paltrow hefur verið alræmd fyrir að dreifa ýmis konar vitleysu um heilsutengd málefni þótt hún neiti að hafa látið skolað á sér skonsuna. mbl.is/AFP

Eng­inn skort­ur er á mis­gáfu­leg­um heilsuráðum í fjöl­miðlum, sam­fé­lag­miðlum og frá fræga fólk­inu. Banda­ríska vefsíðan Vox hef­ur tekið sam­an fá­rán­leg­ustu full­yrðing­ar árs­ins sem tengj­ast heilsu­fari. Þar trón­ir leik­kon­an Gwyneth Paltrow á toppn­um fyr­ir lof sitt á gufu­hreins­un á leggöng­um.

Á meðal þeirra sem kom­ast á blað hjá Vox yfir mesta bullið í heilsu­tengd­um mál­efn­um eru auðkýf­ing­ur­inn og hugs­an­legi for­setafram­bjóðand­inn Don­ald Trump sem át upp gamla og löngu­hrakta tuggu um að bólu­setn­ing­ar valdi ein­hverfu í börn­um og Toronto Star, stærsta dag­blað Kan­ada, sem birti vafa­sam­ar frétt­ir af meintri skaðsemi HPV-bólu­setn­inga. Blaðið baðst síðar af­sök­un­ar og dró frétt­irn­ar til baka.

Það er hins veg­ar Paltrow sem trón­ir á toppi bulll­ist­ans vegna um­mæla sinna um sér­kenni­lega meðferð sem hún sagðist gang­ast reglu­lega und­ir í heilsu­lind í Los Ang­eles. Mælti hún með að láta gufu­hreinsa leggöng til „auka orku“ og koma „jafn­vægi á kven­horm­ón“.

„Þú sit­ur á litlu há­sæti og læt­ur guf­una hreinsa leggöng­in. Þetta er mjög orku­gef­andi hreins­un, þetta kem­ur líka jafn­vægi á horm­ón­ana. Ef þú ert í LA verðurðu að prófa þetta,“ var Paltrow sögð hafa skrifað í pistli fyr­ir vefsíðuna Goop.com í janú­ar.

Lækn­ar mæla hins veg­ar ein­dregið gegn meðferð af þessu tagi og segja hana ekki fara vel með leggöng kvenna. Sjálf steig Paltrow síðar fram og lýsti því yfir að hún hefði aldrei farið í slíka meðferð og rit­stjóri síðunn­ar hafi skáldað um­mæl­in sem voru höfð eft­ir henni.

Listi Vox yfir mesta bullið í heilsu­mál­um á ár­inu

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Læt­ur skola reglu­lega úr skons­unni

Segja Paltrow fara með tóma þvælu

Paltrow „skol­ar ekki úr skons­unni“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir