Skonsuskol Paltrow mesta heilsubullið

Gwyneth Paltrow hefur verið alræmd fyrir að dreifa ýmis konar …
Gwyneth Paltrow hefur verið alræmd fyrir að dreifa ýmis konar vitleysu um heilsutengd málefni þótt hún neiti að hafa látið skolað á sér skonsuna. mbl.is/AFP

Enginn skortur er á misgáfulegum heilsuráðum í fjölmiðlum, samfélagmiðlum og frá fræga fólkinu. Bandaríska vefsíðan Vox hefur tekið saman fáránlegustu fullyrðingar ársins sem tengjast heilsufari. Þar trónir leikkonan Gwyneth Paltrow á toppnum fyrir lof sitt á gufuhreinsun á leggöngum.

Á meðal þeirra sem komast á blað hjá Vox yfir mesta bullið í heilsutengdum málefnum eru auðkýfingurinn og hugsanlegi forsetaframbjóðandinn Donald Trump sem át upp gamla og lönguhrakta tuggu um að bólusetningar valdi einhverfu í börnum og Toronto Star, stærsta dagblað Kanada, sem birti vafasamar fréttir af meintri skaðsemi HPV-bólusetninga. Blaðið baðst síðar afsökunar og dró fréttirnar til baka.

Það er hins vegar Paltrow sem trónir á toppi bulllistans vegna ummæla sinna um sérkennilega meðferð sem hún sagðist gangast reglulega undir í heilsulind í Los Angeles. Mælti hún með að láta gufuhreinsa leggöng til „auka orku“ og koma „jafnvægi á kvenhormón“.

„Þú situr á litlu hásæti og lætur gufuna hreinsa leggöngin. Þetta er mjög orkugefandi hreinsun, þetta kemur líka jafnvægi á hormónana. Ef þú ert í LA verðurðu að prófa þetta,“ var Paltrow sögð hafa skrifað í pistli fyrir vefsíðuna Goop.com í janúar.

Læknar mæla hins vegar eindregið gegn meðferð af þessu tagi og segja hana ekki fara vel með leggöng kvenna. Sjálf steig Paltrow síðar fram og lýsti því yfir að hún hefði aldrei farið í slíka meðferð og ritstjóri síðunnar hafi skáldað ummælin sem voru höfð eftir henni.

Listi Vox yfir mesta bullið í heilsumálum á árinu

Fyrri fréttir mbl.is:

Lætur skola reglulega úr skonsunni

Segja Paltrow fara með tóma þvælu

Paltrow „skolar ekki úr skonsunni“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan