Obama táraðist yfir söngnum

Obama þerrar tárin.
Obama þerrar tárin. Skjáskot af Youtube

Goðsögnin Aretha Franklin fékk Barack Obama forseta Bandaríkjanna til að tárast fyrr í mánuðinum þegar hún kom kom fram á sérstakri verðlaunaafhendingu í Kennedy Center í Washington D.C. Meðal þeirra sem voru verðlaunaðir á athöfninni voru Rita Moreno, George Lucas og Carole King.

Það er þó óhætt að segja að Franklin hafi stolið senunni en sjónvarpsstöðin CBS birti í gær upptöku af því þegar söngkonan flutti lagið (You Make Me Feel Like) A Natural Woman, en athöfnin fór fram 6. desember síðastliðinn.

Franklin sem er 73 ára gömul tók sig vel út við píanóíð, klædd loðfeldi.

Hægt er að sjá flutninginn á laginu hér að neðan.

Franklin tók sig vel út.
Franklin tók sig vel út. Skjáskot af Youtube
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson