Biggi í Maus kemur Nylon til varnar

Stúlknabandið The Charlies lagði formlega upp laupana í janúar í …
Stúlknabandið The Charlies lagði formlega upp laupana í janúar í fyrra. Kristinn Ingvarsson

Tón­list­armaður­inn Birg­ir Örn Stein­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem „Biggi í Maus“ seg­ir til­tekið atriði í Ára­móta­s­kaup­inu hafa verið smekk­laust en ekki vegna þess sem mest hef­ur verið kvartað und­an.

Í atriðinu sem um ræðir var upp­taka með at­hafna­mann­in­um Sig­urði Ein­ars­syni spiluð með viðtali sem RÚV tók við hann rétt eft­ir að hann hlaut fang­els­is­dóm fyr­ir hlut­deild sína í Al-Thani mál­inu. Viðtalið vakti mikla at­hygli á sín­um tíma enda þóttu til­svör Sig­urðar sér­kenni­leg. Í Skaup­inu var snúið upp á viðtalið svo til­svör hans virt­ust eiga við um enda­lok stúlkna­hljóm­sveit­ar­inn­ar The Charlies sem áður var þekkt und­ir nafn­inu Nylon.

Atriðið hef­ur hlotið nokkra gagn­rýni um að þarna hafi verið sparkað í liggj­andi mann en leik­stjóri Skaups­ins sagði í viðtali við Vísi að ekki stæði til að biðja Sig­urð af­sök­un­ar.

„Það sem mér fannst verst var ekki grínið á Sig­urð - held­ur fannst mér það frek­ar lág­kúru­legt að skella þrem­ur hug­rökk­um stelp­um í hakka­vél­ina sem höfðu lítið í hönd­un­um en þorðu þó að hoppa í djúpu laug­ina - fara út í sirk­us­inn í L.A. - og reyna að láta drauma sína ræt­ast,“ skrif­ar Birg­ir.

Seg­ir hann þær stöll­ur Ölmu, Klöru og Stein­unni hafa kom­ist lengra en flest­ir gera og furðar sig á því að það þyki í lagi að þjóðin hlæi að skip­broti þeirra.

„Af hverju? Af því að  þið „vissuð það“ að svona myndi fara all­an tím­ann? Þær upp­lifðu pottþétt fleiri æv­in­týri en flest­ir þeirra sem horfðu... finnst frek­ar að það ætti að biðja þær af­sök­un­ar. þre­falt húrra fyr­ir Nylon/​Charlies! áfram ís­lenskt stelpupopp!“

Bubbi Mort­hens er meðal þeirra sem taka und­ir með Birgi í at­huga­semd­um við færslu hans og seg­ir hvort tveggja hafa verið lág­kúru­legt og ófyndið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Væl
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka