Biggi í Maus kemur Nylon til varnar

Stúlknabandið The Charlies lagði formlega upp laupana í janúar í …
Stúlknabandið The Charlies lagði formlega upp laupana í janúar í fyrra. Kristinn Ingvarsson

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem „Biggi í Maus“ segir tiltekið atriði í Áramótaskaupinu hafa verið smekklaust en ekki vegna þess sem mest hefur verið kvartað undan.

Í atriðinu sem um ræðir var upptaka með athafnamanninum Sigurði Einarssyni spiluð með viðtali sem RÚV tók við hann rétt eftir að hann hlaut fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í Al-Thani málinu. Viðtalið vakti mikla athygli á sínum tíma enda þóttu tilsvör Sigurðar sérkennileg. Í Skaupinu var snúið upp á viðtalið svo tilsvör hans virtust eiga við um endalok stúlknahljómsveitarinnar The Charlies sem áður var þekkt undir nafninu Nylon.

Atriðið hefur hlotið nokkra gagnrýni um að þarna hafi verið sparkað í liggjandi mann en leikstjóri Skaupsins sagði í viðtali við Vísi að ekki stæði til að biðja Sigurð afsökunar.

„Það sem mér fannst verst var ekki grínið á Sigurð - heldur fannst mér það frekar lágkúrulegt að skella þremur hugrökkum stelpum í hakkavélina sem höfðu lítið í höndunum en þorðu þó að hoppa í djúpu laugina - fara út í sirkusinn í L.A. - og reyna að láta drauma sína rætast,“ skrifar Birgir.

Segir hann þær stöllur Ölmu, Klöru og Steinunni hafa komist lengra en flestir gera og furðar sig á því að það þyki í lagi að þjóðin hlæi að skipbroti þeirra.

„Af hverju? Af því að  þið „vissuð það“ að svona myndi fara allan tímann? Þær upplifðu pottþétt fleiri ævintýri en flestir þeirra sem horfðu... finnst frekar að það ætti að biðja þær afsökunar. þrefalt húrra fyrir Nylon/Charlies! áfram íslenskt stelpupopp!“

Bubbi Morthens er meðal þeirra sem taka undir með Birgi í athugasemdum við færslu hans og segir hvort tveggja hafa verið lágkúrulegt og ófyndið. 

Ok, skaupið var frábært! en þetta atriði var án efa afar smekklaust... en ekki af þeirri ástæðu sem er kvartað undan hé...

Posted by Birgir Örn Steinarsson on Saturday, January 9, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan