David Bowie látinn

00:00
00:00

Tón­list­armaður­inn Dav­id Bowie er lát­inn, 69 ára að aldri. Hann hafði bar­ist við krabba­mein í átján mánuði. 

David Bowie árið 1983
Dav­id Bowie árið 1983 AFP

Bowie, sem er einn þekkt­asti tón­list­armaður sinn­ar kyn­slóðar, gaf út síðustu plötu sína í síðustu viku.

David Bowie árið 1996
Dav­id Bowie árið 1996 mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Talsmaður Bowies greindi frá and­láti hans í morg­un en mik­il leynd hafði hvílt yfir veik­ind­um tón­list­ar­manns­ins.

Bowie kom fram á tón­leik­um á Lista­hátíð árið 1996 og lék hér fyr­ir fullu húsi.

Í færslu á twittersíðu Bowies kem­ur fram að hann hafi lát­ist í faðmi fjöl­skyld­unn­ar á sunnu­dag. Aðdá­end­ur hans eru beðnir að virða einka­líf fjöl­skyld­unn­ar og leyfa henni að syrgja í næði.

Nýj­asta plata hans, Blackst­ar, kom út á föstu­dag, á af­mæl­is­degi Bowies en hún er 25. stúd­í­óplata hans. Aft­ur á móti hef­ur Dav­id Bowie nán­ast ekk­ert sést op­in­ber­lega í marga mánuði en veik­indi hans hafa farið afar leynt. Mun lengra er þó síðan hann hef­ur komið fram á tón­leik­um eða tíu ár þegar hann kom fram á tón­leik­um í New York. Orðróm­ur hef­ur verið uppi um heilsu­far hans í nokk­ur ár án þess að nokkuð hafi feng­ist upp­lýst þar um. 

David Bowie
Dav­id Bowie AFP

Son­ur Bowies, Duncan Jo­nes, einnig þekkt­ur sem Zowie Bowie, staðfest­ir frétt­irn­ar á Twitter. „Mér þykir það mjög leitt að segja að þetta er satt. Ég verð ótengd­ur í ein­hvern tíma. Ég elska ykk­ur.“  Duncan Jo­nes er son­ur Bowies og fyrri eig­in­konu hans, Ang­ela Bowie.

Dav­id Bowie og fyr­ir­sæt­an Iman gengu í hjóna­band árið 1992 og sam­an eiga þau dótt­ur, Al­ex­andriu „Lexi“ Zöhru Jo­nes, 15 ára. 

Nýj­asta plata hans hef­ur fengið já­kvæð viðbrögð gagn­rýn­enda en hana má nálg­ast í heild, alls sjö lög, á Spotify. 

Bowie öðlaðist heims­frægð árið 1972 með plöt­unni The Rise and Fall of Ziggy Star­dust and the Spi­ders From Mars.

Meðal þekktra laga hans eru: Let's Dance, Space Oddity, Heroes, Und­er Pressure, Re­bel, Re­bel, Life on Mars og Su­ffra­gette City.

Fjöl­marg­ir hafa minnst söngv­ar­ans í morg­un enda einn helsti áhrifa­vald­ur í vest­rænni tónlist ára­tug­um sam­an.

Iman skrifaði á Twitter á laug­ar­dagað stund­um sé því þannig farið að þú ger­ir þér ekki grein fyr­ir því sem mestu skipt­ir fyrr en það er orðið að minn­ingu.

Marc Almond skrif­ar á Twitter í morg­un að það sé ekki oft sem hann bresti í grá við frá­fall lista­manns en svo sé nú. „Hann skipti svo miklu máli. Bless Dav­id Bowie og vor æska. Við elskuðum þig.“

Madonna seg­ist vera gjör­sam­lega eyðilögð eft­ir að hafa heyrt frétt­ir af and­láti hans og Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þakk­ar Bowie fyr­ir allt.

David Bowie á tónleikum 2002.
Dav­id Bowie á tón­leik­um 2002. AFP

AFP frétta­stof­an seg­ir and­lát Bowies marka tíma­mót í sögu breskr­ar tón­list­ar en fer­ill hans nær aft­ur til sjö­unda ára­tug­ar­ins. Árið 1969 kom Space Oddity út en þar er fjallað um geim­far­ann Maj­or Tom sem er skil­inn eft­ir í geimn­um.

Bowie kom víða við á ferl­in­um, glamúrrokk, nýróm­an­tík, krautrokk, og dans­tónlist. Svo ekki sé talað um hefðbundið rokk og svo mætti lengi telja. 

Dav­id Robert Jo­nes fædd­ist í Brixt­on 8. janú­ar 1947 og bjó þar þangað til fjöl­skyld­an flutti til Bormley þegar hann var sex ára gam­all.

Árið 1966 breytti hann nafni sínu í Dav­id Bowie svo hon­um yrði ekki ruglað sam­an við Davy Jo­nes, aðal­söngv­ara The Mon­kees. Á átt­unda ára­tugn­um gaf hann út mörg af sín­um þekkt­ustu lög­um en það var síðan á Berlín­ar ár­un­um 1976-1979 sem hann fór að gera til­raun­ir með raf­tónlist og þrenn­an Low, Heroes og Lod­ger leit dags­ins ljós hjá kam­elljón­inu Bowie. 

Á ní­unda ára­tugn­um kom út plat­an Let's Dance með lög­um eins og China Girl og Modern Love og árið 1985 kom hann fram á Li­veAid tón­leik­un­um og flutti lagið Danc­in' in the Street með Mick Jag­ger. 

David Bowie á tónleikum 2002.
Dav­id Bowie á tón­leik­um 2002. AFP

Filmograp­hy

David Bowie
Dav­id Bowie AFP


 Ívar Páll Jóns­son skrifaði gagn­rýni um tón­leika Bowies í Laug­ar­dals­höll­inni í júní 1996 í Morg­un­blaðið:

Tón­leik­ar breska rokk­ar­ans Dav­id Bowie á Lista­hátíð 1996. Með hon­um voru Gail Ann Dors­ey á bassa, Reeves Gabrels á gít­ar, Mike Garson á hljóm­borð og Zachary Al­ford á tromm­um. Hljóm­sveit­in Lhooq hitaði upp.

„Dav­id Bowie gefst seint upp á að ögra aðdá­end­um sín­um. Tónlist hans er ekki auðmelt og oft­ast þarf að hlusta nokkr­um sinn­um á plöt­ur rokk­goðsins til að njóta þeirra til fulln­ustu. Þó eru tveir kafl­ar á ferli lista­manns­ins sem svo er ekki um. Í byrj­un 8. ára­tug­ar­ins og á þeim 9. sendi hann frá sér þrjár hlust­enda­væn­ar plöt­ur; The Rise and Fall of Ziggy Star­dust and the Spi­ders from Mars , Let's Dance og Tonig­ht .

Að öðru leyti hef­ur Bowie ekki samið "popp­tónlist". Gagn­rýn­end­ur hafa farið fögr­um orðum um verk hans, en sjald­an hafa plöt­ur hans náð gríðarlegri sölu.

Nýj­asta skífa Bowies heit­ir 1.Outsi­de . Þar fet­ar hann enn nýja stigu og er mál manna að tölu­verða hlust­un þurfi til að grípa grip­inn, en þegar á annað borð sé búið að brjóta "hlust­un­ar­múr­inn" skipi plat­an heiðurs­sæti.

Nú hef­ur það alltaf legið ljóst fyr­ir að tón­leika­ferðalagi Bowies er ætlað að kynna plöt­una 1.Outsi­de . Því var frum­for­senda þess að njóta tón­leik­anna að hafa hlustað á þá plötu. Hins veg­ar hafa út­varps­stöðvar lítið kynnt þann grip, hins­veg­ar spilað "gömlu og góðu" lög­in, ef ein­hver. Það er því kannski von að hinn venju­legi tón­leika­gest­ur hafi orðið fyr­ir von­brigðum, því þótt meiri­hluti laga Bowies þetta kvöld hafi verið gam­all voru út­setn­ing­arn­ar ný­stár­leg­ar og lítið var um gömlu góðu vin­sælu lög­in. Einna helst má segja að Und­er Pressure , sem hann söng með Freddie Mercury á sín­um tíma, hafi verið í upp­runa­legri út­setn­ingu. Jú og kannski Look Back in An­ger , sem er nú reynd­ar varla "popp­lag" í væmn­asta skiln­ingi þess orðs.

Fyr­ir Bowie-aðdá­anda voru tón­leik­arn­ir stór­kost­leg­ir. Þeir hóf­ust á hinum magnaða Outsi­de-seið Motel , sem náði há­marki með þung­um trommuslætti og kraft­mikl­um söng meist­ar­ans. Und­ir­ritaður var reynd­ar einnig viðstadd­ur tón­leika Bowies í Dublin í nóv­em­ber og full­yrðir að söng­ur hans hafi aldrei verið betri. Þó var eins og rödd­in væri hálf kraft­lít­il á köfl­um, hann veigraði sér við að syngja hæstu nót­urn­ar, enda hef­ur hann haldið ófáa tón­leika upp á síðkastið. Hafa ber í huga að hann er 49 ára gam­all stór­reyk­ingamaður og hef­ur oft reynt á rödd­ina.

Á eft­ir þessu fyrsta lagi komu nokk­ur göm­ul lög, eins og fyrr­nefnt Look Back in An­ger af plöt­unni Lod­ger og Scary Mon­sters af plöt­unni Scary Mon­sters and Super Creeps . Of langt mál væri að telja upp öll lög­in, en á efn­is­skránni voru til skipt­is göm­ul lög og ný. Mesta at­hygli vakti glæ­nýtt lag, Tell­ing Lies . Frá­bært, að mati und­ir­ritaðs.

Stemmn­ing var mest­an tím­ann ekki sér­lega góð, nema ef til vill fremst. Þar datt hún einnig tölu­vert niður um miðbik tón­leik­anna, þegar flutt voru hæg lög af 1.Outsi­de á borð við Wis­hf­ul Beg­inn­ings . Fólk tók þó vel við sér þegar nýj­asta smá­skífu­lagið, Hallo Space­boy , tók að hljóma. Í lok­in, þegar fólk heyrði lagið Und­er Pressure og Heroes ætlaði allt um koll að keyra. Gest­ir í sæt­um risu upp og klöppuðu móður­sýk­is­lega.

Eft­ir Heroes gekk Bowie af sviði ásamt hljóm­sveit sinni. Hann var síðan klappaður upp og læt­in urðu ekki minni þegar hann tók lög­in White Lig­ht, White Heat með Vel­vet Und­erground, All the Young Dudes , sem hann samdi fyr­ir Mott the Hoople og Moona­ge Daydream , eina lagið af Ziggy Star­dust -plöt­unni þetta kvöld.

Hljóm­sveit Bowies var geysiþétt, enda hef­ur hann verið þekkt­ur fyr­ir að velja aðeins úr­vals hljóðfæra­leik­ara til sam­vinnu. Mike Garson (sem er kannski ekki öll­um að skapi) fór á kost­um í lög­un­um Motel og Aladd­in Sane . Reeves Gabrels sýndi ekki minni snilli á gít­ar­inn. Und­ir­ritaður hreifst mjög af leikni bassa­leik­kon­unn­ar Gail Ann Dors­ey á hljóðfærið, ekki síst í lag­inu Und­er Pressure þar sem hún söng mjög krefj­andi lag­línu með bassa­leikn­um. Trommu­leik­ur var einnig mjög góður.

Hljóm­ur var hins veg­ar ekki góður, þótt hann hafi held­ur lag­ast þegar á leið. Aft­ast var hljómb­urður hins veg­ar hol­ur og tóm­leg­ur. Erfitt er að segja hverju er um að kenna, en þó er ljóst að höll­in er ekki heppi­leg­ur tón­leik­astaður eins og áður hef­ur komið í ljós.

Greini­legt var að Bowie var held­ur lú­inn á tón­leik­un­um og þótt sviðsfram­koma hans hafi verið líf­leg var hún ró­legri en oft áður. Hann sett­ist nokkr­um sinn­um niður, hvort sem um er að kenna þreytu eða ekki, því hann gerði það líka í Dublin í nóv­em­ber. Sviðið í Laug­ar­dals­höll er frek­ar lítið og ekki pláss til mik­ill­ar lík­ams­rækt­ar. Ljósa­sýn­ing var með ágæt­um og dró at­hygl­ina frá berang­urs­legri sviðsmynd, sem nakt­ir hall­ar­vegg­irn­ir bættu ekki.

Margt má setja út á fram­kvæmd tón­leik­anna og má segja að þótt Bowie hafi staðið fylli­lega fyr­ir sínu, sé aðra sögu að segja um tón­leika­hald­ara. Það þarf kannski ekki að koma á óvart eft­ir að einn þeirra lýsti op­in­ber­lega yfir gelgju­legri aðdáun á kapp­an­um, þannig að marg­ir fengu á til­finn­ing­una að tón­leik­arn­ir væru yf­ir­varp fyr­ir dýr­asta stefnu­mót í heimi, að minnsta kosti fram­an af.

Til dæm­is voru of marg­ir miðar seld­ir í sæti eða of­gnótt af boðsmiðum dreift. Þurftu fjöl­marg­ir gest­ir að sitja á tröpp­um milli sæt­anna, sem er að sjálf­sögðu ekki boðlegt fyr­ir tæp­lega 4.000 krón­ur. Þá voru allt of marg­ir gest­ir niðri á gólfi. Sömu­leiðis var ör­ygg­is­gæslu þannig háttað að sjá mátti, þegar birta leyfði, gesti staupa sig. Einnig má nefna að sviðið var of lágt og marg­ir gest­ir í lág­vaxn­ari kant­in­um sáu Bowie illa eða alls ekki.

Viðvan­ings­bragn­um á skipu­lagi tón­leik­anna tókst þó ekki að spilla fyr­ir ánægj­unni sam­fara komu kapp­ans til lands­ins.“

David Bowie
Dav­id Bowie AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell