Róttækar breytingar á Óskarsverðlaunum

Cheryl Boone Isaacs, forseti akademíunnar og leikarinn John Krasinski.
Cheryl Boone Isaacs, forseti akademíunnar og leikarinn John Krasinski. AFP

Óskarsverðlaunaakademían ætlar að bregðast við mikilli gagnrýni á hlutskipti minnihlutahópa í tilnefningum undanfarin tvö ár með því að gera róttækar breytingar á kosningakerfinu sem nú er notað hjá akademíunni við að velja tilvonandi verðlaunamyndir. Stjórn akademíunnar ákvað á sérstökum fundi í gær að stefna að því að tvöfalda hlut minnihlutahópa og kvenna í dómnefndum fyrir árið 2020.

„Akademían mun leiða en ekki bíða eftir kvikmyndaiðnaðinum,“ sagði forseti hennar Cheryl Boone Isaacs. Er hún sjálf svört kona og því táknmynd minnihlutahópa sem gagnrýnendur segja að séu hlunnfarnir af valnefndum verðlaunanna.

Meðal breytinga sem þykja hvað róttækastar er að nú verða skilyrði allra nefndarmanna valnefndanna yfirfarin á 10 ára fresti. Bæði er þar átt við nýja sem og eldri félaga. Með þessu er horft til þess að ungt kvikmyndagerðafólk taki við af því eldra þannig að breiðari hópur fáist í valnefndirnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir