Enginn opinberlega samkynhneigður maður unnið Óskarinn

Ian McKellen fór fyrir gleðigöngunni í New York í júní …
Ian McKellen fór fyrir gleðigöngunni í New York í júní síðastliðinn ásamt vini sínum, stórleikaranum Derek Jacobi. AFP

Umræðan um fábreytileika og einsleitni í tilnefningum til Óskarsverðlauna hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið, en annað árið í röð voru allir þeir 20 leikarar sem tilnefndir eru til verðlauna fyrir besta leikinn hvítir á hörund.

Þá hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn stigið fram og lýst yfir óánægju sinni með valið, auk þess sem nokkrir hafa lýst því yfir að þeir muni sniðganga hátíðina, þeirra á meðal leikarahjónin Will og Jada Pinkett Smith og leikstjórinn Spike Lee.

Nú hefur leikarinn Sir Ian McKellen blandað sér í umræðuna, en hann segir að vandamálið sé enn stærra og bendir á a sé litið fram hjá fleiri minnihlutahópum, svo sem samkynhneigðum.

„Enginn opinberlega samkynhneigður maður hefur hlotið Óskarinn. Ég velti því fyrir mér hvort það sé vegna fordóma, eða hvort það sé einungis tilviljun“ sagði leikarinn Sir Ian McKellen í ræðu á dögunum.

Tom Hanks, Philip Seymor Hoffman og Sean Penn hafa allir unnið til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á samkynhneigðum mönnum, en hingað til hefur enginn opinberlega samkynhneigður maður verið verðlaunaður fyrir túlkun sína.

„Hversu snjallt, hversu snjallt? Hvers vegna fæ ég ekki Óskarsverðlaun fyrir að leika gagnkynhneigðan mann?“ spurði McKellen sem tvisvar hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir besta leikinn.

„Ræðan mín var tilbúin í tveimur jökkum. „Ég er stoltur að vera fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem vinnur til Óskarsverðlauna.“ Ég hef tvisvar þurft að setja hana aftur ofan í vasa“ bætti leikarinn við að lokum.

Frétt The Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir