Segir milljónum að jörðin sé flöt

Jörðin. Enn er deilt um lögun hennar nú árið 2016.
Jörðin. Enn er deilt um lögun hennar nú árið 2016. Ljósmynd/NASA

Bandaríski rapparinn Bobby Ray Simmons Jr., einnig þekktur sem BoB, trúir því statt og stöðugt að jörðin sé flöt, ef marka má nýleg tíst frá honum á Twitter. Rapparinn, sem gert hefur vinsæl lög á borð við „Nothin' on You“, „Airplanes“ og „Magic“, hefur sent frá sér tugi tísta þar sem hann færir rök fyrir því hvernig nútímavísindi hafa rangt fyrir sér.

„Mörgum finnst þetta orðtak fráhrindandi, „flöt jörð“, en það er ekki hægt fyrir þig að sjá öll sönnunargögnin og fatta þetta ekki...“ tísti rapparinn og hvatti lesendur til að þroskast.

Hélt hann því enn fremur fram að ef jörðin væri hnöttur myndi það sjást glögglega þar sem fjarlægar borgir myndu hverfa á bak við sjóndeildarhringinn.

„Það skiptir engu máli hversu hátt þú ferð... sjóndeildarhringurinn er alltaf í augnhæð.“

Þá birti rapparinn einnig myndir án nokkurra skýringa, sem hann virðist halda að renni frekari stoðum undir þessa nýstárlegu en jafnframt ævafornu kenningu.

Rapparinn er ekki einn um þennan þankagang og fylgir í raun í fótspor annarra sem nýlega hafa einnig tjáð sig um málið, samkvæmt umfjöllun The Guardian.

Hann reynir að fullvissa fylgjendur sína á Twitter, sem telja vel á þriðju milljón, að ef þeir rannsökuðu málið aðeins sjálfir myndu þeir komast að sömu niðurstöðu.

„Ekki trúa því sem ég segi, rannsakið það sem ég segi,“ tísti hann að lokum.

The Guardian greinir frá þessu.

Rapparinn BoB
Rapparinn BoB Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir