Segir milljónum að jörðin sé flöt

Jörðin. Enn er deilt um lögun hennar nú árið 2016.
Jörðin. Enn er deilt um lögun hennar nú árið 2016. Ljósmynd/NASA

Banda­ríski rapp­ar­inn Bobby Ray Simmons Jr., einnig þekkt­ur sem BoB, trú­ir því statt og stöðugt að jörðin sé flöt, ef marka má ný­leg tíst frá hon­um á Twitter. Rapp­ar­inn, sem gert hef­ur vin­sæl lög á borð við „Not­hin' on You“, „Airpla­nes“ og „Magic“, hef­ur sent frá sér tugi tísta þar sem hann fær­ir rök fyr­ir því hvernig nú­tíma­vís­indi hafa rangt fyr­ir sér.

„Mörg­um finnst þetta orðtak frá­hrind­andi, „flöt jörð“, en það er ekki hægt fyr­ir þig að sjá öll sönn­un­ar­gögn­in og fatta þetta ekki...“ tísti rapp­ar­inn og hvatti les­end­ur til að þrosk­ast.

Hélt hann því enn frem­ur fram að ef jörðin væri hnött­ur myndi það sjást glögg­lega þar sem fjar­læg­ar borg­ir myndu hverfa á bak við sjón­deild­ar­hring­inn.

„Það skipt­ir engu máli hversu hátt þú ferð... sjón­deild­ar­hring­ur­inn er alltaf í augn­hæð.“

Þá birti rapp­ar­inn einnig mynd­ir án nokk­urra skýr­inga, sem hann virðist halda að renni frek­ari stoðum und­ir þessa ný­stár­legu en jafn­framt æva­fornu kenn­ingu.

Rapp­ar­inn er ekki einn um þenn­an þan­ka­gang og fylg­ir í raun í fót­spor annarra sem ný­lega hafa einnig tjáð sig um málið, sam­kvæmt um­fjöll­un The Guar­di­an.

Hann reyn­ir að full­vissa fylgj­end­ur sína á Twitter, sem telja vel á þriðju millj­ón, að ef þeir rann­sökuðu málið aðeins sjálf­ir myndu þeir kom­ast að sömu niður­stöðu.

„Ekki trúa því sem ég segi, rann­sakið það sem ég segi,“ tísti hann að lok­um.

The Guar­di­an grein­ir frá þessu.

Rapparinn BoB
Rapp­ar­inn BoB Ljós­mynd/​Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason