Fimmta sería House of Cards staðfest

House of Cards eru meðal vinsælustu þátta í sjónvarpi í …
House of Cards eru meðal vinsælustu þátta í sjónvarpi í dag.

Netflix hefur staðfest að þáttaröðin vinsæla House of Cards verði framlengd svo að úr verði fimmta serían. Höfundur þáttanna og framleiðandi, Beau Willimon, mun þó hverfa frá gerð þeirra.

Leikskáldið, sem hlotið hefur tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, segir tíma kominn til að leita á önnur mið. „Ég er ótrúlega stoltur af því sem við höfum byggt upp saman og óska þáttunum áframhaldandi árangurs, en ég skil þá eftir hjá mjög hæfu teymi.“

„Nú rétt fyrir frumsýningu fjórðu seríunnar, erum við hæstánægð með að tilkynna að House of Cards muni snúa aftur með fimmtu seríunni, sem sýnd verður árið 2017,“ segir í tilkynningu frá Netflix.

Fer í loftið 4. mars

Netflix hefur ekki tilkynnt hver muni koma í stað Willimons, en þættirnir hafa yfir að ráða mörgum framleiðendum, þar á meðal leikstjóranum David Fincher, sem mögulega gæti fyllt hans skarð.

Fjórða serían mun fara í loftið á Netflix vestanhafs hinn 4. mars og í vikunni kom út fyrsta stiklan, sem sjá má hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar