Fyrrverandi forsetafrú gift að nýju?

Lydmilla og Pútín þegar allt lék í lyndi.
Lydmilla og Pútín þegar allt lék í lyndi. Af Wikipedia

Ástarlíf fyrrverandi forsetafrúar Rússlands, er nú á milli tannanna á fólki eftir að fregnir bárust af því að hún hefði gifst aftur á laun. Samkvæmt rannsókn rússneska tímaritsins, Sobesednik virðist sem hin 58 ára gamla Lydmilla Putina hafi breytt nafninu sínu í Lydmilla Ocheretnaya.

Í tímaritinu er því haldið fram að forsetafrúin fyrrverandi hafi tekið upp eftirnafn athafnamannsins Artur Ocheretny en það hefur sérstaklega vakið athygli fyrir þær sakir að hann er 37 ára eða 21 ári yngri en Lydmilla. Þau hafa verið mynduð saman síðustu mánuði. Hjónabandið hefur ekki fengist staðfest en hjúskapavottorð teljast ekki sem opinberar upplýsingar í Rússlandi.

Skrifstofa forsetans hefur ekki viljað tjáð sig um málið. Talsmaður Pútín, Dmitry Peskov minnti fjölmiðla á að forsetinn og Lydmilla væru skilinn og því væri hann ekki í stöðu til þess að fjalla um hana og hennar einkalíf.

Lydmilla og Pútín voru gift í meira en 30 ár. Þau tilkynntu um skilnað sinn í sjónvarpi í júlí 2013.

Síðan þá hefur forsetafrúin fyrrverandi látið lítið fyrir sér fara og hefur orðið til orðrómur um að hún hefði gengið í klaustur.

Upplýsingar um fjölskyldu Pútín og einkalíf rata sjaldan í fjölmiðla og ekki er einu sinni vitað hvar börn hans eru stödd í heiminum.

Vangaveltur hafa verið uppi um samband Pútín við Alina Kabaeva en hún er fyrrverandi fimleikakona sem keppti m.a. á Ólympíuleikunum. Kabaeva er 32 ára, 31 ári yngri en Pútín. Á síðasta ári neyddist forsetaskrifstofan til að bregðast við fregnum þess efnis að Pútín hefði barnað Kabaeva. Því var neitað.

Frétt CNN. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup